Veðrið hefði mátt vera miklu betra

Ísfisktogarinn Bergey VE lagðist að bryggju í Vestmannaeyjum í gærmorgun með fullfermi og var uppistaða aflans ufsi. Jón Valgeirsson skipstjóri segir í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar að túrinn hafi einkennst af brælu. „Það gekk vel að veiða ef tekið er tillit til þess að við vorum á sífelldum flótta undan veðri. Við byrjuðum í Sláturhúsinu […]
Afar góður fiskur fyrir austan

Vestmannaeyjaskipin, Bergey VE og Vestmannaey VE, hafa að undanförnu verið að veiðum fyrir austan land. Skip Bergs- Hugins hafa undanfarin ár venjulega haldið austur fyrir til veiða um miðjan september og fiskað þar fram að jólum og jafnvel fram yfir áramót. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi stuttlega við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á Vestmannaey og Jón Valgeirsson, […]
Báðar Eyjarnar með fullfermi

Ísfisktogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi eða um 75 tonnum í Vestmannaeyjum í gær. Þetta kemur fram í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Þar er rætt við Jón Valgeirsson, skipstjóra á Bergey. „ Við fengum þennan afla í Lónsbugtinni og þar var Vestmannaey líka. Þarna var fínasta veiði og samanstóð aflinn af ýsu, […]
Þetta er svo sannarlega fínn bátur

Hinn nýi ísfisktogari Bergs-Hugins, Bergey VE, kom úr sinni fyrstu alvöru veiðiferð til heimahafnar í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Aflinn var fullfermi eða um 75 tonn. Heimasíðan ræddi við Jón Valgeirsson skipstjóra og spurði fyrst hvar skipið hefði verið að veiðum. „Við byrjuðum út af Vík í Mýrdal, fórum síðan í Skeiðarárdýpið og undir lokin vorum […]
Bergey komin til Eyja (myndir)

Bergey VE kom í fyrsta skipti til heimahafnar í Vestmannaeyjum í morgun. Skipið er smíðað í skipasmíðastöðinni Vard í Aukra í Noregi, og var sjósett í sumar og kom til landsins í haust en hefur verið á Akureyri þar sem fór sram skvering á millidekkinu. Áformað er að taka veiðarfæri og annað smálegt í Eyjum […]
Bergey komin til landsins

Guðmundur Alfreðsson sendi okku skemmtielgar myndir frá Bergey VE og afhending á skipinu úti í Noregi við heyrðum í Arnari Richardssyni hjá Berg-Huginn. „Bergey kom til landsins uppúr miðnætti á sunnudag fór beint inn á Akureyri þar sem á að setja upp millidekk eins og hefur verið gert í Vestmannaey sem er í lokafrágang á […]
Bergey kveður

Ísfisktogarinn Bergey VE landaði í síðasta sinn undir merkjum Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum sl. sunnudag. Aflinn var 65 tonn, mest ufsi og karfi. Skipið fer væntanlega í slipp síðar í dag en það verður afhent nýjum eiganda í næstu viku. Það er Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði sem hefur fest kaup á skipinu. Bergey var smíðuð […]
Tíu milljarða markinu náð hjá Bergey VE

Bergey VE kom með fullfermi eða 70 tonn til Seyðisfjarðar síðast liðið mánudagskvöld. Uppistaða aflans var ýsa sem fékkst í Litladýpi og Berufjarðarálnum. Þessi veiðiferð markar tímamót í sögu skipsins því með henni fór aflaverðmæti þess yfir tíu milljarða múrinn en afli skipsins frá því það kom nýtt til landsins í ágústmánuði 2007 er 39.050 […]
Smíði á Vestmannaey og Bergey á áætlun

Guðmundur Alfreðsson, viðhaldsstjóri, er nýlega kominn frá Noregi þar sem hann fylgist grannt með smíði nýrrar Vestmannaeyjar og Bergeyjar. Það er norska skipasmíðastöðin Vard sem annast smíðina en alls er verið að smíða sjö eins togara fyrir íslensk útgerðarfélög á vegum stöðvarinnar. Það er dótturfélag Síldarvinnslunnar, Bergur-Huginn, sem lætur smíða Vestmannaey og Bergey. Guðmundur segir […]
Smíði hafin á Vestmannaey og Bergey

Undir lok síðasta árs undirrituðu fulltrúar fjögurra íslenskra útgerðarfélaga samninga um smíði sjö togara hjá norsku skipasmíðastöðinni Vard. Dótturfélag Síldarvinnslunnar, Bergur-Huginn ehf. í Vestmannaeyjum, lætur smíða tvö þessara skipa en þeim er ætlað að koma í stað núverandi Vestmannaeyjar VE og Bergeyjar VE. Skipin sem hér um ræðir verða 28,95 m að lengd og 12 […]