Vestmannaey út milli hátíða

Einungis eitt skip úr flota Síldarvinnslunnar og tengdra fyrirtækja er á sjó nú á milli jóla og nýárs. Það er Vestmannaey VE sem hélt til veiða í gærkvöldi. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi stuttlega við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra í morgun og spurði fyrst út í veðrið. „Það er búinn að vera bölvaður norðan garri. Við erum […]

Bergur-Huginn styrkir íþróttastarf og færir Grunnskólanum gjöf

Nú nýverið afhenti Arnar Richardsson, rekstrarstjóri Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum, Herði Orra Grettissyni, framkvæmdastjóra ÍBV, myndarlegan fjárstyrk til styrktar íþróttastarfi í Eyjum. Arnar segir í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar að Bergur-Huginn vilji leggja sitt af mörkum til að unnt sé að halda uppi öflugu íþróttastarfi hjá ÍBV enda sé slíkt starf mikilvægur þáttur í samfélaginu. Heimasíðan […]

Bergur-Huginn ehf. festir kaup á útgerðarfélaginu Bergur ehf

Í dag var undirritaður samningur um kaup Bergs-Hugins ehf. á útgerðarfélaginu Bergi ehf. í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Bergur hefur gert út togarann Berg VE 44 en hann var smíðaður hjá Karstensens Skibsværft í Skagen í Danmörku árið 1998 og hefur verið í eigu fyrirtækisins frá árinu 2005. Togarinn er […]

Afar góður fiskur fyrir austan

Vestmannaeyjaskipin, Bergey VE og Vestmannaey VE, hafa að undanförnu verið að veiðum fyrir austan land. Skip Bergs- Hugins hafa undanfarin ár venjulega haldið austur fyrir til veiða um miðjan september og fiskað þar fram að jólum og jafnvel fram yfir áramót. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi stuttlega við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á Vestmannaey og Jón Valgeirsson, […]

Kvótaáramótin hin fínustu

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu báðir í heimahöfn í Vestmannaeyjum sl. mánudag, á síðasta degi nýliðins kvótaárs. Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Komu skipin að landi eftir stutta veiðiferð og var afli Vestmannaeyjar 40 tonn og afli Bergeyjar 37 tonn. Skipin héldu til veiða á ný á mánudagskvöld og lönduðu bæði […]

Eyjarnar lönduðu tvisvar fullfermi í síðustu viku

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu tvisvar fullfermi í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Bæði skipin komu til löndunar á mánudag og síðan aftur á fimmtudag. Þau héldu síðan á ný til veiða á föstudagskvöld. Heimasíða Síldarvinnslunnar heyrði hljóðið í Ragnari Waage Pálmasyni skipstjóra á Bergey. „ Það var hörkuveiði hjá báðum skipum í síðustu […]

Bergey og Vestmanney gefið nafn á goslokahátíð í Vestmannaeyjum

Á goslokahátíð í Vestmannaeyjum, um helgina var nýju togurum Berg-Hugins, Bergey og Vestmanney formlega gefið nafn eins og hefð er fyrir þegar tekið er við nýjum skipum. Athöfnin fór fram á bryggjunni í blíðu veðri og að lokinni athöfn gátu Eyjamenn skoðað þessi glæsilegu skip. Mikil kátína var meðal mannskapsins og vonast menn til að […]

Gott fiskirí miðað við árstíma

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE er að landa fullfermi eða um 70 tonnum í Vestmannaeyjum í dag. Systurskipið Bergey VE er síðan væntanlegt síðar í dag einnig með fullfermi. Afli Vestmannaeyjar er fyrst og fremst ýsa og ufsi en afli Bergeyjar er ýsa og karfi. Bæði skipin voru að veiðum á Papagrunni. Hér er um að ræða […]

Togararnir að fiska vel

Ísfisktogararnir Gullver NS, Vestmannaey VE og Bergey VE hafa verið að fiska vel að undanförnu. Skipin hafa lagt verulega áherslu á ýsuveiði og hafa þau fyrst og fremst veitt í Lónsbugtinni. Gullver NS landaði á Seyðisfirði sl. mánudag og var afli skipsins 107 tonn, mest ýsa. Bergey VE er að landa í Vestmannaeyjum og Vestmannaey […]

Ýmislegt fylgir skipum þegar þau eru seld

Skip Bergs-Hugins, Bergey VE og Smáey VE (áður Vestmannaey VE), hafa nýlega verið seld og þau leyst af hólmi af nýjum skipum. Bergey fékk nafnið Runólfur og var seld til Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði, en Smáey fékk nafnið Sturla og var seld til Þorbjarnar hf. í Grindavík. Bæði þessi skip voru smíðuð í Póllandi […]