Hægagangur hjá ísfisktogurunum

Rétt eins og að undanförnu er hægagangur á útgerð ísfisktogaranna Gullvers NS, Vestmannaeyjar VE og Bergeyjar VE vegna kórónuveirufaraldursins. Gullver landaði 105 tonnum af blönduðum afla á Seyðisfirði sl. mánudag og hélt ekki til veiða á ný fyrr en á miðvikudagskvöld. Bæði Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu fullfermi í Vestmannaeyjum sl. mánudag. Bergey hélt […]
Báðar Eyjarnar með fullfermi

Ísfisktogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi eða um 75 tonnum í Vestmannaeyjum í gær. Þetta kemur fram í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Þar er rætt við Jón Valgeirsson, skipstjóra á Bergey. „ Við fengum þennan afla í Lónsbugtinni og þar var Vestmannaey líka. Þarna var fínasta veiði og samanstóð aflinn af ýsu, […]
Smáey í söluskoðun

Smáey VE skip Bergs-Hugins var tekin upp í slipp í gær en skipið hefur verið sl. tvo mánuði í leigu hjá Samherja. Ástæða þess að Samherji leigði skipið til veiða var seinkun á afhendingu nýs Harðbaks. Smáey hefur verið seld Þorbirni hf. í Grindavík og mun skipið verða afhent nýjum eiganda í byrjun maímánaðar. Um […]
Vertíðin einkennst af brælum og covidástandi

Ísfisktogarar Bergs-Hugins, Vestmannaey VE og Bergey VE, lönduðu báðir fullfermi í Eyjum á mánudagsmorgun. Skipin héldu til veiða síðdegis á laugardag þannig að það fiskaðist vel. Heimasíðan ræddi stuttlega við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á Vestmannaey og spurði hvar skipin hefðu verið að veiðum. „Við byrjuðum upp við Surtsey í þorski og síðan var haldið […]
Ágætis vertíð en sérkennileg

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi í heimahöfn í gærmorgun og í kjölfarið var góðum afla landað úr systurskipinu Bergey VE. Heimasíðan ræddi við Birgi Þór Sverrisson, skipstjóra á Vestmannaey, og spurði hann hvernig veiðiferðin hefði gengið og einnig hvað hann vildi segja um vertíðina hingað til. „Það verður að segjast að þessi veiðiferð gekk vel. […]
47.000 tonn á 13 árum

Smáey VE, sem áður bar nafnið Vestmannaey, hefur verið seld Þorbirni hf. í Grindavík. Verður skipið afhent nýjum eiganda í byrjun maímánaðar. Vestmannaey er ísfisktogari sem smíðaður var í Gdynia í Póllandi fyrir Berg-Hugin í Vestmannaeyjum árið 2007. Skipið er 485 brúttótonn, 28,9 m langt og 10,39 m breitt með 699 hestafla Yanmar vél. Vestmannaey […]
Fiskiríið hefur verið gott en veðrið leiðinlegt

Ísfisktogararnir hafa verið að fiska ágætlega síðustu daga þrátt fyrir óhagstætt veður. Bergey VE kom til Vestmannaeyja í gær eftir tvo sólarhringa á veiðum með fullfermi og var aflinn mestmegnis ufsi. Heimasíðan hafði samband við Egil Guðna Guðnason skipstjóra á Vestmannaey VE í morgun og spurði tíðinda. „Við erum á landleið með fullan bát og […]
Öll skip Bergs-Hugins landa sama daginn

Sl. fimmtudag komu öll þrjú skip Bergs-Hugins til löndunar í Vestmannaeyjum. Bæði Bergey VE og Vestmannaey VE voru með fullfermi og Smáey VE, sem nú er í leigu hjá Samherja, kom einnig með góðan afla. Það hefur ekki gerst oft síðustu árin að þrjú skip í eigu Bergs-Hugins landi sama daginn. Bæði Vestmannaey og Bergey […]
Eyjarnar gera það gott

Skip Bergs-Hugins, Vestmannaey VE og Bergey VE, komu bæði til hafnar aðfaranótt sunnudags með fullfermi eftir stutta veiðiferð. Skipin létu úr höfn á föstudag og komu til hafnar um 34 tímum síðar. Heimasíðan heyrði í Birgi Þór Sverrissyni skipstjóra á Vestmannaey og spurði hvort þetta væri ekki óvenju góður afli. „Þetta er mjög góður afli […]
Samherji leigir Smáey

Vegna seinkunar á afhendingu nýs Harðbaks hefur Samherji tekið togarann Smáey VE-444 á leigu næstu tvo mánuðina. Um er um að ræða 485,6 brúttótonna skuttogara í flokki skipa undir 29 metra lengd en skipið var smíðað af Nordship skipasmíðastöðinni í Gdynia í Póllandi árið 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu. Samherji leigir skipið af útgerðarfélaginu […]