Síðasti leikur sumarsins hjá stelpunum

Kvennalið ÍBV leikur sinn síðasta leik í deildinni á þessu tímabili í dag þegar þær heimsækja Tindastól á Sauðárkrók. Keflavík og Selfoss eiga líka sinn síðasta leik í dag. Staðan hjá þremur efstu liðinum er afar jöfn og því um gríðarlega mikilvægan leik að ræða hjá ÍBV stelpunum til að tryggja sér sæti í Bestu […]

Stelpurnar í erfiðum málum eftir tap í gær

Kvennalið ÍBV tók á móti Keflavík á Hásteinsvelli í gær. Keflavík kemst yfir á 34 mínútu leiksins en ekki líður á löngu þar til ÍBV jafnar á 37 mínútu. Síðara mark Keflavíkur kemur síðan á 83 mínútu þegar ÍBV á í basli inn í teig. Lokatölur leiksins því 2-1 Keflavík í vil. Fyrir leik sat […]

ÍBV – Keflavík í dag. Eyjastelpurnar efstar sem stendur

Kvennalið ÍBV fær Keflavík í heimsókn á Hásteinsvöll í dag. Flautað verður til leiks kl: 16. Selfoss er fallið úr deild en ÍBV, Tindastóll og Keflavík eru þar nokkuð jöfn. Leikurinn í dag er því afar mikilvægur fyrir Eyjastelpurnar í baráttunni um sæti í Bestu deildinni að ári. Hvetjum alla að mæta og styðja þær […]

Frítt á leik ÍBV og FH í boði Ísfélagsins

Eyjakonur mæta liði FH í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu á Hásteinsvelli á morgun, sunnudaginn 27. ágúst, klukkan 14:00. Leikurinn er sá síðasti áður en deildinni verður skipt upp. Grillið verður á sínum stað og Ísfélagið býður frítt á völlinn. ÍBV er í 7. sæti deildarinnar með 18 stig úr 17 leikjum á meðan FH-ingar sitja […]

Stelpurnar mæta Blikum í dag

Eyjakonur mæta liði Breiðabliks í Bestu deild kvenna klukkan 14:00 í dag, sunnudaginn 20. ágúst, á Kópavogsvelli. Breiðablik situr í 2. sæti deildarinnar með 33 stig úr 16 leikjum á meðan ÍBV situr í því áttunda með 17 stig. Leikurinn verður sýndur á Besta deildin 2. (meira…)

Sísí Lára klárar tímabilið með ÍBV

ÍBV hefur á síðustu vikum borist liðsstyrkur fyrir lokakaflann í Bestu deild kvenna í knattspyrnu en liðið stendur í ströngu þar, segir í frétt á heimasíðu ÍBV. Leiknar verða 18 umferðir áður en deildinni verður skipt upp í efri og neðri helming, í þeim efri eru leiknar fimm umferðir en þrjár í neðri. ÍBV er […]

Bandarískur miðjumaður til liðs við stelpurnar

Hin bandaríska Telu­sila Vunipola hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV. Hún er miðjumaður og spilaði í háskólaboltanum fyrir Syracuse háskóla þaðan sem hún útskrifaðist í fyrra. Þessu er fyrst greint frá á mbl.is. Telusila fékk leikheimild í gær og spilaði sinn fyrsta leik í Bestu deild kvenna í gærkvöldi í heimaleik á móti liði Keflavíkur. […]

Stelpurnar fá Keflavík í heimsókn

ÍBV og Keflavík mætast í 16. umferð Bestu deildarinnar í dag. ÍBV situr í áttunda sæti deildarinnar og Keflavík því níunda, en bæði lið eru jöfn stiga. Það má því búast við mikilli spennu á Hásteinsvelli þegar flautað verður til leiks kl. 18:00. Grillaðir verða borgarar og því tilvalið að taka kvöldmatinn á leiknum. Hvetjum […]

ÍBV fær Valskonur í heimsókn

Fimm leikir í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu fara fram í dag, laugardaginn 29. júlí. ÍBV fær Valskonur í heimsókn til sín og byrjar leikurinn klukkan 16:00 á Hásteinsvelli. Valur spilaði síðast leik 9. júlí sl. og unnu þá Selfoss með 3 mörkum. Það er þó nokkuð styttra síðan Eyjakonur spiluðu leik en þær léku gegn […]

Stelpurnar mæta Tindastól í dag

Einn leikur í Bestu-deild kvenna fer fram í dag og þá á Sauðárkróksvelli. Það eru stelpurnar okkar sem mæta liði Tindastóls klukkan 14:00. ÍBV situr í sjöunda sæti með 13 stig úr 12 leikjum á meðan Tindastóll situr í því níunda með 11 stig. Fylgjast má með beinni textalýsingu frá Sauðárkróki hér. (meira…)