ÍBV fær sóknarmann frá Brentford FC

Hollenski knattspyrnumaðurinn Hans Mpongo er kominn til ÍBV á lánssamningi en Hans er á mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu Brentford FC. Frá þessu er greint í frétt á vef ÍBV Hans er 19 ára sóknarmaður og kemur til með að styrkja sóknarlínu liðsins í komandi átökum í Bestu Deildinni. Hann var meðal áhorfenda í gær er […]

ÍBV-KR í kvöld

ÍBV tekur á móti KR á Hásteinsvelli í Bestu deildar karla í kvöld klukkan 18.00. Lið KR er sem stendur í sjöunda sæti með fjögur stig eftir fjóra leiki. ÍBV hefur leikið jafn marga leiki og situr í níunda sæti með tvö stig. Það má því búast við hörku leik í góða veðrinu á Hásteinsvelli […]

ÍBV semur við varnarmann

Knattspyrnukonan Jessika Pedersen hefur skrifað undir samning við ÍBV og mun leika með liðinu í Bestu deild kvenna í sumar. Jessika er 28 ára og getur leikið allar stöður í varnarlínunni, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Jessika lék síðast hjá IFK Kalmar en liðið leikur í efstu deild í Svíþjóð. Hún […]

Fyrsti heimaleikurinn í Bestu deildinni hjá stelpunum

Það er komið að fyrsta leik sumarsins hjá stelpunum í Bestu deildinni. Fjörið hefst á því að Stjarnan kemur í heimsókn á Hásteinsvöll í dag og verður flautað til leiks klukkan 18.00. Liðið hefur eins og oft áður gengið í gegnum töluverðar breytingar milli ára og hæst ber að Jonathan Glenn hefur tekið við þjálfun […]

Fyrsti heimaleikur karlaliðs ÍBV í Bestu deildinni

Fyrsti heimaleikur karlaliðs ÍBV í Bestu deildinni er í dag þegar KA menn koma í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 14 og fram kemur í tilkynningu frá ÍBV að sjálfsögðu verður grill fyrir leik og í hálfleik. Áhugasamir geta kíkt við í Týsheimilið fyrir leik og tryggt sér árskort sem gildir á alla deildarleiki mfl karla […]

Fyrsti leikur ÍBV í Bestu deildinni

Íslandsmótið í fótbolta karla, Besta deildin, fór af stað í gær. Fyrsti leikur ÍBV í deildinni er í dag þegar strákarnir mæta Val á Hlíðarenda klukkan 18:00. Í árlegri spá forráðamanna efstu deildar karla var birt á dögunum var Valsmönnum spáð 3. sæti í deildinni en ÍBV því tíunda. (meira…)