Farin í 10 daga loðnuleit

Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson héldu til loðnumælinga eftir hádegi mánudaginn 5. desember. Gert er ráð fyrir að verkefnið taki allt að 10 daga. Veiðiskip munu jafnframt taka þátt í verkefninu og aðstoða við að afmarka dreifingu loðnustofnsins sem flýtir fyrir mælingunum rannsóknaskipanna. Þessar rannsóknir Hafrannsóknastofnunar og útgerða eru að frumkvæði og kostaðar af […]

Sjórannsókna- og síldarleiðangur

Þann 20. október sl. hófst sjórannsókna- og síldarleiðangur á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Í leiðangrinum verða gerðar mælingar á hita og seltu sjávar á rúmlega 70 stöðum umhverfis landið ásamt því að taka sýni til rannsókna á efnafræði sjávarins, m.a. súrnun sjávar. Þessar rannsóknir eru hluti af langtímavöktun á umhverfisskilyrðum í hafinu við Ísland. Hægt að […]