Björgun gat ekki mannað dýpkunarskip

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Ríkisstyrktu vetrarflugi til Vestmannaeyja var hætt í lok mars. Samkvæmt Vegagerðinni var ekki fjármagn til að halda því áfram. Bæjarráð og bæjarstjórn hafa ítrekað mikilvægi þess að flugið yrði út apríl þar sem dýpið fyrir Herjólf er ekki fullnægjandi á rifinu og þarf að […]

Kanna dýpið og Álfsnes á leiðinni

Dýpi í Landeyjahöfn kemur til með að vera mælt í hádeginu í dag og gert er ráð fyrir að fá niðurstöður mælinga fljótlega eftir hádegi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Herjólfur sendi frá sér í morgunn. Þar kemur einnig fram að Álfsnes er nú á leið til Landeyjahafnar og er útlit til dýpkunar gott […]

Dísan leggur af stað í Landeyjahöfn í dag

Herjóflur hefur þurft að fella niður ferðir síðustu daga vegna sjávarstöðu eins og fram hefur komið í tilkynningum frá félaginu. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði í samtali við Eyjafréttir að í febrúar hafi safnast í skafl í hafnarmynninu, sem sjá má á meðfylgjandi mynd sem sýnir dýpið á mánudag, á sama tíma hefur ekkert […]

Samningur um vetrardýpkun í Landeyjahöfn framlengdur

Samningur við Björgun ehf. um vetrardýpkun í Landeyjahöfn hefur verið framlengdur til 15. febrúar nk. Herjólfur siglir nú í Landeyjahöfn, dýpi verður mælt í vikunni. Fljótlega má síðan vænta samnings um frekari vetrardýpkun eftir að þessum samningi við Björgun lýkur. Björgun verður með viðveru í Þorlákshöfn þegar veður leyfir ekki dýpkun í Landeyjahöfn eða ef […]

Ekki á áætlun að dýpka í Landeyjahöfn þó veður gefi

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar í dag og á morgun vegna hárrar öldu og veðurs. Ölduspáin er hins vegar nokkuð hagstæð Landeyjahöfn á laugardag og fram í næstu viku. Í síðustu viku var siglt til Landeyjahafnar en þó þurfti að aðlaga áætlun eftir sjávarföllum sökum ónógs dýpis. Ágæt spá er um eftir helgi en tíminn verður […]