Pakkajól í Eyjum

Pakkajól í Eyjum er samvinnuverkefni foreldramorgna Landakirkju og Bókasafns Vestmannaeyja. Um er að ræða gjafasöfnun handa efnaminni börnum á aldrinum 0-18 ára. Er þetta tilvalið tækifæri til að láta gott af sér leiða í aðdraganda jóla því sannleikurinn er sá að jafnvel smáræði getur verið heilmikið fyrir aðra. Þeir sem hafa áhuga á að láta […]
Eiríkur Örn Norðdahl kynnir Náttúrlögmálin

Í tilefni af útkomu Náttúrulögmálanna ætla ég í upplestrarferð um landið. Dagskráin er mislöng eftir aðstæðum á hverjum stað en oftast nær er þetta ríflega hálftíma bókarkynning plús myndasýning og spjall um sögusvið og upplegg – en bókin er yfirskilvitleg söguleg skáldsaga sem gerist á Ísafirði árið 1925. Á nokkrum stöðum er ég svo með […]
Hefnd Helgafells og eldgosið í garðinum

Mánudaginn, 23. janúar minnumst við þess að 50 ár eru frá upphafi goss á Heimaey. Í tilefni af þessum atburðum verður opnuð sýning í Einarsstofu í dag undir yfirskriftinni “Hefnd Helgafells og eldgosið í garðinum.” Meðal þess sem er til sýnis er frægasta málverks Guðna Hermansen, Hefnd Helgafells. Einnig sýna félagar í Lista- og menningarfélagi […]
Uppskeruhátíð sumarlesturs

Uppskeruhátíð sumarlesturs fer nú loksins fram aftur eftir kórónuveiruhlé og verður haldin hátíðleg á Bókasafni Vestmannaeyja, mánudaginn 29. ágúst kl. 15-16. Þema sumarlesturs í ár var himingeimurinn og mun Stjörnu-Sævar mæta á svæðið og halda fræðslu. Dregið verður úr happdrætti úr stjörnum sem börn hafa skilað inn fyrir hverja lesna bók. Verðlaun verða veitt fyrir […]
Safnahúsið styttir biðina eftir jólunum

Starfsfólkið í Safnahúsinu ætlar að sjá til þess að engum leiðist í desember en þau ætla að bjóða upp á ein 3 jóladagatöl. Nánari lýsingu á þeim upplýsingar um það hvar þau má finna má sjá hér að neðan. Jóladagatal Listasafns Vestmannaeyja í boði Listvina. Listasafn Vestmannaeyja telur um 900 listaverk eftir um 100 listamenn. […]
Kveikjum neistann! á bókasafninu

Verkefnið Kveikjum neistann! verður kynnt í Einarsstofu af Hermundi Sigmundssyni prófessor og Svövu Þ. Hjaltalín sérkennara. En það er skólaþróunarverkefni sem Grunnskólinn í Vestmannaeyjum vinnur að næstu 10 árin. Helsta áhersla verkefnisins er að stórauka lestrarfærni barna og ungmenna, einnig er unnið með aðra þætti. Hlutverk foreldra er þar mikilvægt sem og aðgengi að fjölbreyttu […]
Lestrarsprettur í fullum gangi í Hamarskóla

Á föstudaginn 23. apríl hófst lestrarsprettur í Hamarsskóla sem stendur til mánudagsins 3. maí. Á þessu tímabili munu nemendur auka lesturinn heima og hafa fengið lestrarhest með frekari útskýringum á því. Eftir ákveðinn fjölda mínútna sem lesnar eru fær nemandi geimskrímsli til að líma á geimskip árgangsins og auðvitað á að safna sem flestum Bókasafn […]
Bókasafnið lokað um óákveðinn tíma

Kæru safngestir, Vegna hertra sóttvarnaraðgerða verður Bókasafnið lokað um óákveðinn tíma frá og með fimmtudeginum 25. mars. Líkt og við síðustu lokun bjóðum við upp á að hægt sé að hringja til okkar (s: 488-2040) virka daga 10-17 eða senda okkur skilaboð á Facebook og taka frá bækur. Starfsfólk finnur til bækurnar, skráir þær á […]
Öðruvísi hrekkjavaka á farsóttartímum

Hrekkjavakan nær hámarki í dag og hafa ýmsar skemmtilegar hugmyndir fæðst í hópum foreldra og annarra áhugasamra á netinu um hvernig halda megi upp á daginn án þess að fara gegn tilmælum Almannavarna og taka óþarfa áhættu. Hér hafa verið teknar saman nokkrar skemmtilegar hugmyndir um hvernig halda má öðruvísi hrekkjavöku á farsóttartímum og gera […]
Orðsending frá Bókasafninu í ljósi aðstæðna

Bókasafn Vestmannaeyja er opið á hefðbundnum tímum alla virka daga frá 10:00-18:00. Fjöldatakmarkanir miðast eins og annars staðar við 20 manns og biðjum við fólk um að virða fjarlægðarmörk. Sprittbrúsar eru til reiðu við inngang og við afgreiðsluborð. Helstu snertifletir eru þrifnir reglulega. Við viljum biðja gesti okkar um að setja á sig hanska eða […]