Vertu sæll, Brynjólfur, takk fyrir allt!

„Við vorum að ganga frá um borð og kveðja höfðingjann. Það var sérstök tilfinning,“ sagði Klemens Sigurðsson skipstjóri á Brynjólfi VE-3 í Belgíu í gærkvöld eftir að hafa skilað skipinu í hendur nýrra eigenda. Vinnslustöðin seldi skipið til niðurrifs og kaupendurnir tóku sem sagt við því ytra í gærkvöld. Fjögurra manna áhöfn sigldi Brynjólfi út […]

Falla frá forkaupsrétti

Fyrir bæjarráði í liðinni viku lá erindi frá Vinnslustöðinni hf., dags. 28. nóvember sl., þar sem Vestmannaeyjabæ er boðinn forkaupsréttur að Brynjólfi VE-3, með vísan til 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Í erindinu kemur fram að verði af sölu skipsins, seljist það án aflahlutdeilda, aflamarks og annarra veiðiheimilda. Bæjarráð þakkar […]

Brynjólfi VE lagt og áhöfn sagt upp

Stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hafa ákveðið að hætta að gera út Brynjólf VE-3 og leggja skipinu. Áhöfninni var tilkynnt þetta í gær og öllum skipverjum jafnframt sagt upp störfum. Sigurgeir B. Kristgeirsson framkvæmdastjóri segir tvær meginástæður vera fyrir þessari niðurstöðu: „Við höfum annars vegar lent í tíðum bilunum með Brynjólf undanfarna mánuði með tilheyrandi truflunum í útgerð […]

Drangavík gerð klár til veiða á sólríkum sumarmorgni

Drangavík VE og Brynjólfur VE sögðu skilið við humarinn um mánaðarmótin og bjuggu sig undir nýjan kafla í veiðiskap. Áhafnirnar skiptu um veiðarfæri og lagt var úr höfn á áliðnum sunnudegi í lok goslokahátíðar til að sækja fisk til vinnslu; þorsk, ýsu, karfa, löngu, skötusel og annað það sem hafnar í trollinu. Ufsi er samt […]

Blítt lætur veröld vertíðar + Breki í togararall

„Veður og tíðarfar í janúar og febrúar hefur verið sérstaklega hagstætt og vel aflast. Í heildina tekið er jafn og góður gangur í vertíðinni til sjós og lands, litlar sveiflur líkt og við höfum séð oft áður,“ segir Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri botnvinnslu Vinnslustöðvarinnar. Í vikunni sem nú er senn á enda tókst að pakka öllum […]

Færðu Sea life trust töskukrabba

Skipverjar á Brynjólfi VE komu færandi hendi með töskukrabba (Cancer pagurus) til Sea life trust eftir hádegi í dag. Krabbann fengu þeir í troll suður af Vestmannaeyjum. Töskukrabbi er rauðbrúnn á lit með hringlaga skjöld og klærnar eru með svarta enda. Krabbinn getur orðið 25 cm í þvermál og vegið allt að 3 kíló. Töskukrabbi […]