Íbúar ánægðastir í Þorlákshöfn en Eyjamenn heimakærastir
Í nýlegri samantekt Byggðastofnunar á byggðafestu og búferlaflutningum sveitarfélaga kemur meðal annars fram að íbúar í Þorlákshöfn eru ánægðastir með búsetu sína en Reykvíkingar austan Elliðaár óánægðastir. Könnunin var unnin af Maskínu haustið 2020 og var markmið könnunarinnar að varpa ljósi á ýmsa þætti sem tengjast byggðafestu og búferlaflutningum í stærri bæjum og á höfuðborgarsvæðinu. […]
Fyrsta grænbók um byggðamál kynnt í samráðsgátt
Grænbók um byggðamál, sem ætlað er að meta stöðu byggðamála og vera grundvöllur fyrir nýja stefnumótun í byggðamálum til fimmtán ára, hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar um grænbókina en frestur til að skila umsögn er til og með 25. janúar 2021. Um er að ræða […]