Ráðast örlög Þjóðhátíðar á morgun?

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir mun í dag senda heil­brigðisráðherra minn­is­blað þar sem hann legg­ur til sótt­varnaaðgerðir inn­an­lands til að tak­marka út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna í dag. Þórólf­ur sagði á fundinum ekki vera til­bú­inn til að greina frá því hvaða aðgerðir hann leggi til. Boðað verður til sérstaks ríkisstjórnarfundar þar […]

Nýjar heimsóknarreglur hafa tekið gildi á HSU

Í ljósi fjölgunar COVID-19 smita í samfélaginu breytum við heimsóknarreglum á HSU frá og með 22. júli n.k. Breytingarnar fela í sér takmörkun á komum gesta en sjúklingur má fá einn gest til sín á heimsóknartíma. Jafnframt er mælst til þess að börn undir 12 ára aldri komi ekki í heimsókn. Fólk sem hefur einhver […]

Fólk með flensueinkenni beðið að ferðast ekki með Herjólfi

Í ljósi þess ástands sem nú ríkir í samfélaginu langar okkur að biðla til fólks sem sýnir flensueinkenni eða er að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku að vera ekki að ferðast með ferjunni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út rétt í þessu. Þar kemur einnig fram að ef fólk þarf nauðsynlega að […]

Grímuskylda endurvakin hjá HSU

Grímuskylda hefur verið tekin upp að nýju hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands vegna fjölda smita sem eru að greinast í samfélaginu. Allir þeir sem heimsækja heilsugæslur HSU, bráðamóttöku á Selfossi eða aðrar deildir á HSU skulu bera grímu. (meira…)

Allar takmarkanir á samkomum úr gildi

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að frá og með 26. júní næstkomandi falli úr gildi allar takmarkanir á samkomum innanlands. Í þessu felst m.a. fullt afnám grímuskyldu, nándarreglu og fjöldatakmarkana. „Í raun erum við að endurheimta á ný það samfélag sem okkur er eðlilegt að búa í og sem við höfum þráð, allt frá því […]

Næstu bólusetningar í Vestmannaeyjum

Bólusetningar í Vestmannaeyjum ganga samkvæmt áætlun. Á miðvikudag er verið að ljúka seinni bólusetningu hjá um 200 manns sem fá Pfizer .  Einnig verður boðaður nýr hópur – börn með undirliggjandi áhættuþætti 12 – 15 ára .   Á næstu vikum verður haldið áfram með seinni bólusetningar þeirra sem fengið hafa Phizer bóluefni. Fyrri hluta […]

Eingöngu þeir sem hafa fengið boð eiga að mæta í bólusetningu – uppfært

Bólusetningar halda áfram í dag við HSU. Þessa vikuna er verið að bólusetja árganga á listanum hér neðar. Tekið skal fram að þessar upplýsingar eiga aðeins við á Selfossi. Þriðjudag 22/6 verður bólusett með Janssen Miðvikudag 23/6 verður bólusett með Pfizer seinni sprautu.  Bólusettir verða nokkrir árgangar t.d. 2005 og fleiri. Fimmtudag 24/6 verður bólusett með AstraZeneca, seinni sprautu.   Eingöngu þeir […]

Mjög léleg mæting hefur verið í bólusetningar síðustu vikur hjá HSU

“Þessi vika er stór hjá okkur á Suðurlandi. Við fáum 3080 skammta af Pfizer og 2400 skammta af Janssen. Við erum einnig að kalla fólk áfram inn í seinni skammt af Astra Zeneca. ATH að þessar skammta-tölur eiga við um allt Suðurland,” þetta kemur fram í frétt á vef HSU Gangur í bólusetningum eftir starfsstöðvum: […]

Almennar fjöldatakmarkanir verða 300 manns og nándarregla 1 metri

Frá og með 15. júní fara fjöldatakmörk úr 150 manns í 300 og nándarregla verður 1 metri í stað tveggja. Á sitjandi viðburðum verður engin nándarregla en öllum skylt að bera grímu. Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, þ.e. til miðnættis. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið þessar breytingar á reglugerð um takmarkanir á samkomum innanlands og eru þær […]

Bólusetningar í Vestmannaeyjum.

Bólusetningar ganga vel. Nú er verið að bólusetja með bóluefni Pfizer og Janssen. AstraZeneca er eingöngu notað í seinni skammt þeirra sem fengu það áður. Skilaboð til þeirra sem búa eða starfa í Vestmannaeyjum og eru fæddir 1977 og fyrr eða telja sig hafa undirliggjandi áhættuþætti og ekki hafa fengið boð í bólusetningu eða hafa hafnað bólusetningu;  […]