Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun í dag senda heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til sóttvarnaaðgerðir innanlands til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þórólfur sagði á fundinum ekki vera tilbúinn til að greina frá því hvaða aðgerðir hann leggi til. Boðað verður til sérstaks ríkisstjórnarfundar þar sem ríkisstjórn landsins mun ræða minnisblað með tillögum að sóttvarnaaðgerðum innanlands. Katrín Jakobsdóttir sagði í samtali við visir.is að öllum líkindum færi fundurinn fram eftir hádegi á morgun föstudag.
Ljóst er að ef boðað verður til viðlíka samkomutakmarkana innanlands þekkst hafa síðustu misseri verður ill mögulegt að halda Þjóðhátíð með hefðbundnu sniði eins og skipuleggjendur hafa unnið að síðustu mánuði.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst