Allir eldri en 50 ára ættu að hafa fengið boð í bólusetningu

Verið er að yfirfara listana á HSU og boða fólk aftur sem hefur ekki mætt í boðaða bólusetningu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef HSU í dag. Allir eldri en 50 ára ættu að hafa fengið boð í bólusetningu. Þeir sem hafa ekki fengið boð mega endilega hafa samband við HSU og láta vita […]
Spurt og svarað um grímunotkun

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum sem felur í sér verulegar tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum tók gildi í gær. Með reglugerðinni hefur m.a. verið slakað til muna á kröfum um grímuskyldu sem hefur m.a. verið felld niður í verslunum og á vinnustöðum. Þó er skylt að bera grímu við tilteknar aðstæður. Til leiðbeiningar hefur heilbrigðisráðuneytið […]
Verulega dregið úr samkomutakmörkunum frá 25. maí

Fjöldatakmörk hækka í 150 manns og slakað verður á grímuskyldu og tveggja metra reglunni. Takmörkunum á gestafjölda sund- og baðstaða, skíða- og tjaldsvæða og safna verður aflétt og sömuleiðis á líkamsræktarstöðvum nema hvar þar mega að hámarki vera 150 manns í hverju rými. Hámarksfjöldi áhorfenda eða gesta á sitjandi viðburðum fer úr 150 í 300 […]
Bólusetning leikskólastarfsmanna er hafin

Þessa vikuna er áfram verið að bólusetja einstaklinga í forgangshópum þetta kemur fram í tilkynningu á vef HSU. Einnig alla einstaklinga 55-60 ára og áhafnir skipa sem fara erlendis sem og flugáhafnir. Bólusetning leikskólastarfsmanna er hafin á flestum starfsstöðvum en ekki næst að boða alla þessa vikuna. Eins er boðið upp á opinn dag 13 […]
Fjöldatakmarkanir fara í 50 manns og fleiri tilslakanir frá 10. maí

Fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 50 manns, sund- baðstaðir og líkamsræktarstöðva mega taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, hámarksfjöldi þátttakenda í íþróttum og sviðslistum verður 75 í hverju hólfi eða á sviði og hámarksfjöldi gesta á sitjandi viðburðum fer úr 100 í 150 manns. Þá verður opnunartími veitingastaða lengdur um klukkustund. Einnig verða […]
Bólusetningafréttir – Vika 18 og 19

HSU er að klára að bólusetja alla 60 ára og eldri. Allir ættu að hafa fengið boð í bólusetningu, en ef kerfið hjá okkur hefur klikkað eða fólk hafi ekki komist þegar það fékk boð, þá er opið hús fimmtudaginn 13 maí, kl. 10-11 í Vallaskóla á Selfossi. Verið er að vinna niður listana yfir […]
Bólusetning heldur áfram í Vestmannaeyjum

Á morgun verður haldið áfram með bólusetningar í Vestmannaeyjum. Hluti einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma fá fyrsta skammt af bóluefni og hluti fólks verður bólusettur með seinni skammti af pheizer. Það mega líða allt að sex vikum milli fyrra og seinna skammts af pheizer og verða þeir sem fengu bólusetningu 14 apríl og ekki verða bólusettir […]
Ætla að bólusetja 500 í Eyjamenn í vikunni

Nú er aftur stefnt að nokkuð stórri bólusetningu fyrir Covid-19 í Eyjum. Í vikunni munum við bólusetja hátt í 500 einstaklinga. Segir Davíð Egilsson í tilkynningu sem send var út á fjölmiðla í Vestmannaeyjum. Annars vegar er stefnt að því að klára alla eldri en 60 ára og eldri (hópur 6) og hins vegar að […]
Tillaga stjórnvalda um afléttingu innanlandstakmarkana í áföngum

Heilbrigðisráðuneytið kynnir áætlun um afléttingu innanlandstakmarkana vegna COVID-19 í áföngum með hliðsjón af framgangi bólusetningar. Áætlað er að aflétta megi öllum innanlandstakmörkunum síðari hlutann í júní þegar um 75% þjóðarinnar hafi fengið a.m.k. einn bóluefnaskammt. Áætlunin verður birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og lýkur umsagnarfresti 4. maí nk.Afléttingaráætlunin er í fjórum skrefum og tekur […]
Afar mikilvægt er að einstaklingar sem eru í sóttkví fylgi reglum

Sem kunnugt er hefur smitum á landsvísu fjölgað umtalsvert síðustu daga. Sem stendur er enginn í einangrun í Vestmannaeyjum en tveir einstaklingar eru í sóttkví og sjö í skimunarsóttkví. Afar mikilvægt er að einstaklingar sem eru í sóttkví og skimunarsóttkví fylgi reglum þar að lútandi í einu og öllu. Nálgast má reglurnar hér https://www.covid.is/flokkar/sottkvi. Þá […]