Áfram takmarkað við 500 en opnun skemmtistaða lengist

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir tel­ur lík­legt að fjölda­tak­mörk­un­um verði haldið í 500 manns út ág­úst. Áður hafði Þórólf­ur lagt til við heil­brigðisráðherra að 2.000 manns mætti koma sam­an frá og með 13. júlí. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðna­son­ar sótt­varna­lækn­is á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna í dag. Þá kom einnig fram að sótt­varna­lækn­ir hef­ur í hyggju að […]

Niðurstaða í næstu viku

Ekki liggur fyrir hvernig staðið verður að hátíðarhöldum í tengslum við þjóðhátíð þetta árið. “Staðan hef­ur ekk­ert breyst”, sagði Hörður Orri Gréttisson framkvæmdastjóri ÍBV, í sam­tali við mbl.is í gær. „Við erum bara að vinna að þessu,“ seg­ir hann og bæt­ir við að von sé á að niðurstaða fá­ist von bráðar, jafn­vel í næstu viku. […]

Áframhaldandi takmarkanir til 26. júlí

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, að tillögu sóttvarnalæknis, að framlengja auglýsingu um takmörkun á samkomum óbreytta um þrjár vikur, þ.e. til 26. júlí. Fjöldatakmörk á samkomum miðast því áfram við 500 manns. Opnunartími spilasala og veitingastaða með vínveitingaleyfi verður einnig óbreyttur og heimilt að hafa opið til 23.00 á kvöldin. Upplýsingagjöf til almennings um einstaklingsbundnar sýkingavarnir verður […]

Endurteknar mótefnamælingar vegna Covid-19

Ákveðið hefur verið í samstarfi við Íslenska Erfðagreiningu að endurtaka mótefnamælingar m.t.t. Covid-19 hjá einstaklingum sem hafa haft staðfest Covid-19 smit. Tilgangurinn er að kanna þróun mótefnamyndunar hjá einstaklingum sem hafa smitast af veirunni. Einstaklingar sem hafa haft staðfest smit og hafa ekki farið í mótefnamælingu áður, er einnig boðið að koma. Sýnatökur fara fram […]

Vinnslustöðin tilkynnir um nýjar ráðstafanir vegna COVID

Vinnslustöðin tilkynnir um nýjar ráðstafanir vegna COVID Vinnslustöðin birti í dag ráðstafanir sem gripið er til vegna þess að „aftur er farið að bera á COVID-19 smitum í landinu, bæði við landamæri og innanlands“, eins og orðrétt segir í tilkynningu til starfsfólksins.Starfsmenn sem koma erlendis frá geta mætt til vinnu að því gefnu að niðurstaða […]

Faraldurinn hefur valdið tekjuskerðingu og aukið útgjöld

Lagt var fram minnisblað um helstu breytingar á fjárhagsstöðu bæjarsjóðs vegna Covid-19 faraldursins á fundi bæjarráðs í gær. Efnahagsleg áhrif af Covid-19 faraldrinum hafa haft töluvert að segja um fjárhag sveitarfélaga. Misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu mikið tekjur hafa skerst og virðast þau sveitarfélög sem byggja hvað mesta afkomu af ferðaþjónustu hafa orðið verst úti. […]

Hætta við kvöldskemtun á Stakkagerðistúni vegna smithættu

Fyrirkomulag bæjarhátíða og viðburða í Eyjum var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Í sumar er búið að halda flesta þá viðburði sem haldnir hafa verið undanfarin ár. Sjómannadagsráð hélt sjómanndagshelgina hátíðlega, en með breyttu sniði þó. Haldin var hátíð vegna Þjóðhátíðardagsins, 17. júní og einnig hefur ÍBV Íþróttafélag haldið bæði TM mótið (pæjumót) […]

Einn aðili í sóttkví í Vestmannaeyjum

Einn aðili er í sóttkví í Vestmannaeyjum þetta staðfestir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í samtali við Eyjafréttir. Samkvæmt vefsíðunni covid.is eru alls 443 í sóttkví á landinu öllu og 12 virk smit. Ekki hefur greinst nýtt Covid-19 smit í Vestmannaeyjum frá því 20. apríl. Aðgerðastjórn hefur ekki komið saman vegna þess en stjórnin fundaði síðast 25. […]

Tekju­fall Herjólfs vegna kórónu­veirunnar mikið

Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. Þetta kemur fram í frétt sem visir.is birti í morgun Frá því nýi Herjólfur hóf að sinna hlutverki sínu um mitt síðasta […]

Mesti samdráttur í sjávarútvegi frá því snemma á níunda áratugnum

Útflutningur á sjávarafurðum hefur dregist verulega saman það sem af er ári, borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Samdráttinn  má rekja til loðnubrests, annað árið í röð, brælu í upphafi árs og svo síðast en ekki síst COVID-19 sem hefur valdið miklum erfiðleikum í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.