ÍBV fær 3.659.677 krónu stuðning frá KSÍ

Á fundi stjórnar Knattspyrnusambands Íslands 28. maí var fjallað um fjármál knattspyrnuhreyfingarinnar í ljósi Covid-19. Formaður KSÍ, Guðni Bergsson, kynnti aðgerðir til stuðnings við aðildarfélög KSÍ í samræmi við umræðu á fyrri stjórnarfundum. Stjórn KSÍ samþykkti að greiða út 100 milljónum króna af eigin fé sambandsins til aðildarfélaga KSÍ. Öll aðildarfélög KSÍ, bæði félög með […]
Einblína á barnadagskrá og minni list- og menningarviðburði

Goslokahátíðin í ár verður töluvert frábrugðin hátíðum undanfarinnar ára sökum Covid- 19 faraldursins. En hátíðin fer fram dagana 2.-5. júlí. Tekin hefur verið ákvörðun um að einblína á barnadagskrá og minni list- og menningarviðburði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Vestmannaeyjabær birti á facebook síðu sinni í morgun. Gætt verður að reglum um fjarlægðarmörk og […]
Aðgerðastjórn hefur lokið störfum

Með gleði og sól í hjarta tilkynnum við að aðgerðastjórn hefur lokið störfum og við tekur reglubundið starf almannavarnanefndar. Aðgerðastjórn hefur fundað reglulega frá 15. mars og yfirleitt daglega. Engin smit hafa verið greind í Eyjum síðan 20. apríl svo enn er heildarfjöldi smita 105. Öllum er batnað en nokkrir eru í sóttkví sem voru […]
Tvö stór íþróttamót í Eyjum í næsta mánuði og Þjóðhátíð enn til skoðunar

Tvö stór íþróttamót eru nú í undirbúningi í Vestmannaeyjum og þá er enn til skoðunar að halda Þjóðhátíð um Verslunarmannahelgina. Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi lagst þungt á Eyjamenn horfa þeir björtum augum til sumarsins. Þetta kemur fram í frétt á vefnum visir.is. Af þeim tæplega 4500 sem búa í Vestmanneyjum smituðust 105 af kórónuveirunni. […]
Fjöldamörk úr 50 í 200 manns og fleiri tilslakanir

Ný auglýsing heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tekur gildi á morgun mánudaginn 25. maí. Þar með verður allt að 200 manns heimilt að koma saman í stað 50 nú, heimilt verður að opna líkamsræktarstöðvar með sömu takmörkunum og gilda um sund- og baðstaði og öllum veitingastöðum, þar með töldum krám og skemmtistöðum, og […]
Ekkert nýtt smit í mánuð

Ekki hefur greinst nýtt Covid-19 smit í Vestmannaeyjum frá því 20. apríl. Heildarfjöldi smita stendur enn í 105. Fyrsta smitið í Vestmannaeyjum var greint þann 15. mars síðastliðinn. Á landinu öllu hafa greinst 1.802 tilfelli og eru þrír einstaklingar í einangrun í dag samkvæmt vefsíðunni covid.is (meira…)
Næstu skref í afléttingum á Hraunbúðum

Við þökkum skilning, þolinmæði og traust sem þið hafið sýnt okkur á undanförnum vikum. Það er mikið tilhlökkunarefni að við sjáum loks fyrir endann á þessu tímabili hafta á heimsóknum og skiptingum á heimilinu. Á þessum orðum hefst frétt á heimasíðu Hraunbúða þar segir einnig. Við höfum þó lært ýmislegt sem við munum hafa í […]
Fyrirkomulag sundlauga eftir 18. maí

Sundlaugin í Vestmannaeyjum hefur verið lokuð frá 19. mars. Þá greindist starfsmaður íþróttamiðstöðvarinnar með kórónuveirusýkingu. Öðrum sundlaugum landsins var svo lokað 24. mars og hefur verið lokað síðan. Tilkynnt var í byrjun þessa mánaðar að þær yrðu opnaðar á ný 18. maí. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í gær að hann myndi leggja til […]
Bíða eftir nýjum reglum

Áfram er unnið að undirbúningi Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina og miðasala stendur yfir. Þetta kemur fram í frétt á vef mbl.is Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar ÍBV, segir að beðið sé eftir að mál skýrist um hvaða fjöldatakmarkanir verði í gildi þegar að hátíðinni kemur um mánaðamótin júlí og ágúst og aðrar reglur stjórnvalda. […]
Sýnatökur fyrir COVID-19

Á laugardaginn (9. maí) verður aftur boðið upp á sýnatökur í Vestmannaeyjum m.t.t. COVID-19 í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu. Um er að ræða rannsókn þar sem tekin eru blóðsýni og háls- og nefkoksstrok. Tilgangurinn er m.a. að skoða hversu margir hafa tekið smit, þ.e.a.s. myndað mótefni gegn veirunni sem veldur COVID-19. Allir sem vilja […]