Krafa um sýnatöku í tengslum við smitgát afnumin og útivera í einangrun heimiluð

Einstaklingum sem sæta smitgát í kjölfar smitrakningar verður ekki lengur skylt að fara í hraðpróf við upphaf og lok smitgátar frá og með morgundeginum en þurfa að fara gætilega í 7 daga og í PCR próf ef einkenni koma fram. Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þessa efnis. Með reglugerðinni er einstaklingum í einangrun jafnframt veitt takmörkuð […]
Smit haft nokkur áhrif á skólastarfið

Viðbrögð vegna veiruógnunar voru til umræðu á fundi fræðsluráðs í gær. Skólastjórnendur fóru yfir stöðuna í leikskólum og grunnskóla. Smit dreifast hratt í samfélaginu þessa dagana og það hefur haft nokkur áhrif á skólastarfið. Ekki hefur þurft að loka skólum en einstaka bekkir í GRV, kjarnar og deildir leikskóla og starfsfólk hafa þurft að sæta […]
Leik ÍBV og KA/Þór frestað vegna smits

Vegna Covids smits hefur verið ákveðið að fresta leik ÍBV og KA/Þór í Olís deild kvenna sem átti að fara fram á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ. Nýr leikdagur verður fundinn fljótlega. (meira…)
Nýtt fyrirkomulag bólusetninga

Til stendur á heilsugæslu HSU í Vestmannaeyjum að reyna nýtt fyrirkomulag varðandi bólusetningar. Þetta hefst á miðvikudaginn og gegnur þá út á að fólk skrái sig og verði gefinn upp tími til að mæta, ekki verður um opið hús eins og áður. Miðvikudagur 19. janúar 2022 á heilsugæslustöðinni í Vestmannaeyjum. Skráning í síma 432-2500. Þetta […]
Almennar samkomutakmarkanir hertar á miðnætti

Almennar samkomutakmarkanir verða 10 manns, heimild til aukins fjölda fólks á viðburðum með hraðprófum fellur brott, hámarksfjöldi í verslunum verður 200 manns og skemmtistöðum, krám og spilakössum verður lokað. Þetta er megininntak hertra sóttvarnaráðstafana sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið og byggjast á tillögum sóttvarnalæknis. Gildandi takmarkanir á skólastarfi verða óbreyttar. Reglugerð um hertar sóttvarnaaðgerðir innanlands gilda […]
Gildandi takmarkanir innanlands framlengdar til 2. febrúar

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja óbreyttar gildandi takmarkanir á samkomum innanlands til og með 2. febrúar næstkomandi. Ákvörðun ráðherra byggist á tillögum sóttvarnalæknis sem telur nauðsynlegt að takmarka áfram sem mest útbreiðslu Covid-19 til að verja heilbrigðiskerfið. Samhliða nýrri reglugerð um samkomutakmarkanir hefur ráðherra til hagræðis sett sérstaka reglugerð um skólastarf, líkt og gert hefur […]
78 í einangrun í Vestmannaeyjum

Í dag er 623 einstaklingur í einangrun vegna COVID-19 í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og hefur fjölgað nokkuð síðustu daga. Í Vestmannaeyjum eru 78 einstaklingar í einangrun samanboirið við 68 í gær. Alls eru 94 í sóttkví í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. (meira…)
Upplýsingar um bólusetningu barna

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að foreldrum barna 5-11 ára verði boðið að láta bólusetja börn sín gegn Covid-19. Bólusetning barna í þessum aldurshópi hefst á höfuðborgarsvæðinu í dag. Bólusett verður í Laugardalshöll dagana 10. til 13. janúar. Upplýsingar um bólusetningar barna eru á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og á vefsíðum heilbrigðisstofnana um allt land. Bólusetning er alltaf […]
Á þriðja dag að koma sýnum til greiningar

“Tölur sem hafa birst inn á heimasíðu HSU hafa ekki gefið rétta mynd af stöðunni í Eyjum undanfarna daga þar sem komið var fram á þriðja dag án þess að sýni kæmust til greiningar.” Sagði Davíð Egilsson hjá HSU í orðsendingu til fjölmiðla. “Það kom því nokkur gusa af staðfestum smitum seinnipart föstudags eins og […]
Breyttar reglur um sóttkví

Heilbrigðisráðherra hefur breytt reglum um sóttkví í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Breytingarnar byggja á faglegu mati og góðri bólusetningarstöðu þjóðarinnar. „Við þurfum að halda samfélaginu gangandi eins og framast er kostur, hvort sem við horfum til skólanna, velferðarþjónustu eða margvíslegrar atvinnustarfsemi og eins og staðan er núna eru þetta bráðnauðsynleg viðbrögð.“ segir Willum Þór Þórsson, […]