Staðfest smit orðin sjö og 133 í sóttkví

Í dag greindust 5 einstaklingar með COVID-19 smit í Vestmannaeyjum og eru staðfest smit hér því orðin 7 talsins. Þetta kemur fram á facebook síðu lögreglunar í Vestmannaeyjum. Snemma dags kom í ljós að starfsmaður á leikskólanum Sóla var með staðfest smit og var leikskólanum þá þegar lokað á meðan málið yrði rakið. Nú liggur […]

Rúmlega 100 í sóttkví 

DCIM100MEDIAYUN00052.jpg

Þrjú smit eru staðfest í Vestmannaeyjum af Covid veirunni. Tvö þeirra eru á milli tengdra aðila. Ekki er búið að rekja hvaðan smitin eru. Samkvæmt smitrakningarteymi sóttvarnarlæknis og almannavarna, eru 58 manns sem fara í sóttkví vegna smits sem greindist hjá leikskólakennara á Sóla í dag, þar af eru 14 börn á hvíta kjarna. Í lok dags […]

Bæjarstjórnarfundur í gegnum fjarfundarbúnað

Boðað hefur verið til 1556. fundar í bæjarstjórn Vestmannaeyja, var það gert í gær á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar en fundur inn fer fram á morgun 19. mars 2020 og hefst hann kl. 18:00. Athygli vakti að í fundarboðinu er þess getið að fundurinn verður haldinn í gegnum fjarfundabúnað. Elís Jónsson forseti bæjarstjórnar segir að allir bæjarfulltrúar […]

Leikskólanum Sóla lokað tímabundið

Starfsmaður Sóla hefur greinst með kórónuveirusýkingu en viðkomandi hefur ekki verið við störf undanfarna daga í skólanum. Í samráði við umdæmislækni sóttvarna, aðgerðastjórn og rakningarteymi hefur þó verið tekin ákvörðun um að loka leikskólanum á meðan málið er skoðað nánar. Þetta er gert í því skyni að hindra mögulega útbreiðslu smits. Um er ræða úrvinnslukví […]

Samband íslenskra sveitarfélaga vinnur leiðbeiningar vegna COVID-19

Bæjarráð ræddi á fundi sínum í gær áhrif heimsfaraldurs Covid-19 á samfélagið í Vestmannaeyjum, bæði á mannlíf og atvinnulíf. Ljóst er að ýmsar afleiðingar eiga eftir að koma fram og fyrirséð að þær munu hafa áhrif bæði á einstaklinga og fyrirtæki. Nú þegar ríkisstjórnin hefur undirbúið aðgerðir sem miða að því að draga úr efnahagslegum […]

Landsbankinn gerir breytingar á afgreiðslutíma

Landsbankinn hefur ákveðið að gera tímabundnar breytingar á afgreiðslutíma í hluta af útibúum bankans á landsbyggðinni. Breytingarnar taka gildi í dag 18. mars 2020. Afgreiðslutími er styttur í útibúum bankans  og verður Landsbankinn í Vestmannaeyjum opin frá kl. 10-15 í stað 9-16. (meira…)

Óheimilt að funda öðruvísi en í fjarfundabúnaði

Bæjarráð fundaði í hádeginu í dag og voru viðbrögð vegna veiruógnunar fyrsta mál á dagskrá. Bæjarstjóri fór yfir viðbrögð bæjarins við Covid-19 faraldrinum. Bæjaryfirvöld vinna í nánu samráði við Almannavarnarnefnd og sóttvarnalækni umdæmisins. Allar aðgerðir bæjarins taka mið af tilmælum þessara embætta. Útbúin hefur verið sérstök viðbragðsáætlun Vestmannaeyjabæjar og viðbragðsáætlanir nokkurra stofnana sem lagðar voru […]

Við sigrumst á erfiðleikunum saman

Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar bregðast afar vel og yfirvegað við hertum aðgerðum sem gripið var til í fyrirtækinu í baráttunni við kórónaveiruna/covid 19. Fyrir það ber að þakka um leið og hvatt er til þess að haldið sé áfram á sömu braut næstu daga og vikur. Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar eru hvattir til að eiga góð samskipti við næstu […]

Íris í sóttkví

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, tilkynnti það á facebook síðu sinni að hún væri komin í sóttkví ásamt eiginmanni og dóttur. Hún segir ástæðuna vera þá að hún fékk vin í heimsókn sem seinna greindist smitaður. “En það er enginn veikur og allir hressir; ennþá að minnsta kosti” segir Íris. “Ég er búin að koma upp nýrri […]

Íslandsbanki styttir opnunartíma

Í ljósi aðstæðna hefur verið tekin ákvörðun um að stytta opnunartíma útibúsins tímabundið í 12.30-15.00. Viðskiptavinum er bent á að nýta sér stafrænar lausnir Íslandsbanka, s.s. Íslandsbankaappið og netspjallið á  islandsbanki.is. Beðist er velvirðingar á óþægindunum. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.