Breyting á áætlun Herjólfs og veitingasala lokar

Í ljósi aðstæða hefur verið ákveðið að breyta siglingaáætlun Herjólfs frá og með miðvikudeginum 18.mars nk. falla niður ferðir kl: 22:00 frá Vestmannaeyjum og 23:15 frá landeyjahöfn úr áætlun tímabundið. Ef sigla þarf til Þorlákshafnar haldast öruggu ferðirnar þær sömu en brottfarartímar breytast. 17:00 ferðin færist til 15:30 frá Vestmannaeyjum. 20:45 ferðin færist til 19:15 […]
43 í sóttkví og tveir smitaðir

Nú eru samtals 43 einstaklingar í sóttkví í Vestmannaeyjum og fyrirséð að þeim muni fjölga á næstunni. Þetta kemur fram í tilkynningu á facebook síðu Lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Tveir hafa greinst með staðfest smit af COVID-19 og eru í einangrun í Vestmannaeyjum. Gerðar höfðu verið ráðstafanir vegna smitvarna á lögreglustöð og þar af leiðandi voru […]
Takmarkaður opnunartími stofnana

Í ljósi heimsútbreiðslu COVID-19 og tilmæla almannavarna og sóttvarnalæknis, hefur Vestmannaeyjabær gripið til þeirrar ráðstöfunnar að takmarka opnunartíma stofnana bæjarins. Tilgangurinn er að stuðla að öryggi starfsmanna og lágmarka hættu á að þjónustan rofni. Fjöldatakmarkanir eru í íþróttahúsi. Athugið að boðið er upp á vistun leikskólabarna annan hvern dag til þess að mæta skilyrðum samkomubannsins. […]
Apótekarinn lokar – afgreitt í gegnum gluggann

Í kjölfar samkomubanns á Íslandi vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar hefur Apótekarinn ákveðið að loka verslun sinni en afgreitt verður í gegnum glugga apóteksins. „Okkur hefur ekki tekist að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks inni í apótekinu og vegna mikillar umferðar inn og út úr apótekinu neyðumst við til að grípa til þessa ráðs,“ segir […]
Þjónusta sveitarfélagsins verður með breyttu sniði næstu fjórar vikurnar

Samkomubann á Íslandi tók gildi í dag. Í því felst bann á samkomum þar sem 100 eða fleiri koma saman. Smærri samkomur skulu huga vel að hreinlæti og skulu vera a.m.k. tveir metrar á milli manna. Þetta hefur mikil áhrif á alla starfsemi og þjónustu sveitarfélagsins. „Stjórnendur og starfsfólk sveitarfélagsins hefur um helgina unnið að […]
Fyrsta smitið staðfest í Vestmannaeyjum

Aðgerðastjórn almannavarna var virkjuð í Vestmannaeyjum í dag þetta kemur fram á facebook síður Lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Það kemur einnig fram að einstaklingum í sóttkví í Vestmannaeyjum hefur fjölgað og eru nú 18 í sóttkví í Vestmannaeyjum og viðbúið að þeim muni halda áfram að fjölga á næstunni. Fyrsti smitaði einstaklingurinn í Vestmannaeyjum var greindur […]
Íþróttir leik- og grunnskóla barna í hlé til 23. mars

Í samskiptum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands við landlækni, sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur komið fram að vegna mikilla anna við að koma af stað starfi í leik- og grunnskólum landsins, í samræmi við þær reglur um nú gilda, hefur ekki náðst að ljúka undirbúningi fyrir þátttöku leik- og grunnskólabarna í íþróttastarfi. Því má gera ráð […]
Herrakvöldi handboltans frestað

Herrakvöldi handboltans sem átti að vera föstudaginn 27. mars n.k. er frestað til haustsins. Ástæðan er veiran (auðvitað kvenkyns) og samkomubann sem sett hefur verið á. Til stóð að hafa Herrakvöldið og þá bara fyrir 99 gesti en eftir að ljóst var að Einar Björn og Halli Hannesar höfðu báðir skráð sig þá var það […]
Lögreglustöðin í Vestmannaeyjum lokuð öðrum en starfsmönnum

Vegna COVID-19 faraldursins mun lögreglustöðin í Vestmannaeyjum verða lokuð öðrum en starfsmönnum lögreglu um takmarkaðan tíma. Þetta kemur fram á facebook síðu lögreglunnar en hún sinnir að sjálfsögðu öllum verkefnum sem koma upp en með þessu er leitast við að koma í veg fyrir að smit berist inn á lögreglustöð. Það er því rétt að […]
Bænastund í dag, sunnudagaskóli fellur niður

Helgihald dagsins verður með öðru sniði vegna komandi samkomubanns. Af þeim sökum hefur sunnudagaskólanum verið aflýst. Klukkan 14:00 verður hins vegar stutt bænastund í kirkjunni sem er opin öllum. Sr. Viðar þjónar fyrir altari og flytur hugvekju. Þá verður Kitty við orgelið en þó án kórs Landakirkju. Eðli komandi vikna samkvæmt er ýmislegt sem veldur […]