Mottumars tónleikum frestað

Tónleikar sem halda átti í tilefni af Mottumars á miðvikudaginn til styrktar Krabbavarnar verður frestað um óákveðin tíma vegna aðstæðna í þjóðfélaginu vegna COVID-19. Meginmarkmið Mottumars er að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum hjá karlmönnum, hvetja alla menn og fjölskyldur þeirra til að vera meðvitaðir um einkenni krabbameina og sinna forvörnum. (meira…)

Lokað fyrir heimsóknir á HSU

Í ljósi þess að upp hefur komið samfélagssmit COVID-19 veirunnar á Íslandi og lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna þá hefur framkvæmdastjórn HSU tekið þá ákvörðun að frá og með í kvöld 6. mars verði allar legudeildir HSU lokaðar gestum allan sólarhringinn nema í sérstökum undantekningatilvikum. Þetta er gert með hagsmuni skjólstæðinga í huga, þ.e.a.s.  til að vernda viðkvæma […]

SASS ferð til Danmerkur frestað vegna kórónuveirunnar

Heimsókn sveitarstjórnarmanna af Suðurlandi til Danmerkur sem fyrirhugð var 9. – 12. mars hefur verið frestað. Þetta staðfesti Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri samtaka sunnlenskra sveitarfélaga við Eyjafréttir. “Já, henni hefur verið frestað. Sökum útbreiðslu COVID-19-kórónuveirunnar, þróunarinnar sem átt hefur sér stað síðustu daga og óvissunnar í tengslum við hana telur stjórn SASS ábyrgast að fresta kynnisferð […]

Af­leiðing­ar lok­un­ar al­var­leg­ar

Þeir aðilar inn­an sjáv­ar­út­vegs­ins sem Morg­un­blaðið hef­ur rætt við hafa veru­leg­ar áhyggj­ur af því hvaða af­leiðing­ar það kann að hafa fyr­ir fyr­ir­tæki sem reka fisk­vinnslu fari svo að fyr­ir­tæk­in verði lokuð í tvær vik­ur vegna kór­ónu­veiru­smits hjá starfs­manni. „Þetta yrði högg fyr­ir þjóðarbúið,“ seg­ir einn út­gerðaraðili. Aðrir hafa lýst því að þung­bært gæti orðið fyr­ir […]

Fjarlægja sængur, teppi og kodda úr gistirýmum Herjólfs

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að ákveðið hafi verið að fjarlægja sængur, teppi og kodda úr gistirýmum ferjunnar. Þetta er gert með það í huga að minnka smithættu farþega og starfsfólks. Þetta mun taka í gildi frá og með 8. mars 2020. Farþegar eru jafnframt beðnir um […]

Einstaklingar í sóttkví í Eyjum (uppfært)

Áður kom fram í frétt Eyjafrétta að þrjú sýni frá Vestmannaeyjum væru til rannsóknar. Það er ekki rétt, misskilningur varð milli blaðamanns og viðmælanda um uppruna sýnanna. Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sagði í samtali við Eyjafréttir að enn hafi ekkert staðfest smit af COVID-19 verið greint í Vestmannaeyjum. Það eru aðilar í […]

Innviðir í Vestmannaeyjum vel í stakk búnir

Almannavarnanefnd Vestmannaeyja og Rauði krossinn í Vestmannaeyjum hafa nýlega lokið stöðufundi vegna COVID-19 veirusýkingarinnar. Fundurinn nú var haldinn af því tilefni að í gær greindist fyrsta tilfellið á Íslandi og var viðbúnaðarstig almannavarna hækkað úr óvissustigi í hættustig á landsvísu. Fulltrúar almannavarna í Vestmannaeyjum hafa fundað reglulega vegna COVID-19 veirusýkingarinnar síðan í lok janúar og […]

Breytingar hjá Visku vegna samkomubanns

Setrid

(English below) Í kjölfar þess að Heilbrigðisráðherra hefur sett á samkomubann frá og með miðnætti 15. mars hefur Viska ákveðið að grípa til eftirfarandi ráðstafana. Þau námskeið sem er hægt að færa yfir í fjarkennslu verða kennd í fjarnámi Námskeið sem eru yfir 8 manns og ekki hægt að kenna í fjarnámi verður frestað. Námskeið […]

Klappa í stað þess að takast í hendur vegna Kórónaveirunnar

Vegna tilmæla frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis fer KSÍ þess á leit við aðildarfélögin að þau sleppi því að heilsast með handabandi fyrir leiki eins og venjan er þangað til annað verður ákveðið. Í stað handabandsins mælist KSÍ með því að liðin stilli sér upp með hefðbundnum hætti og klappi í stutta stund áður […]

Hádegiserindi um COVID-19 veiruna í beinni

Núna kukkan kl. 12:00 verður Sigurður Hjörtur Kristjánsson framkvæmdastjóri lækninga hjá HSU með erindi um kóróna  veiruna í Þekkingarsetri Vestmannaeyja, 2.hæð að Ægisgötu 2. Erindið verður sent beint út á facebook síðu Þekkingarseturstins en hana má finna hér að neðan. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.