Sveitarstjórnum heimilað að taka ákvarðanir að nýju á fjarfundum vegna faraldursins

Vegna fjölgunar COVID-19 smita í samfélaginu hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að ákveða að sveitarstjórnarmönnum sé heimilt að taka þátt í fundum sveitarstjórna eða nefnda og ráða á vegum sveitarfélaga, þrátt fyrir að um annað sé getið í samþykktum þeirra. Heimildin gildir til 31. janúar 2022. Þetta er gert til að tryggja starfhæfi […]
Grímuskylda og PCR-sýnataka á HSU

Í ljósi fjölgunar COVID-19 smita í samfélaginu breytast heimsóknarreglur á HSU frá og með 12. nóvember 2021. Breytingarnar fela í sér takmörkun á komum gesta og eru heimsóknir til sjúklinga á HSU ekki heimilar nema með sérstöku leyfi forsvarsmanna viðkomandi deildar. Heimsóknir á hjúkrunardeildir eru heimilaðar í samráði við starfsfólk deildar. Grímuskylda er í gildi hjá […]
Hertar aðgerðir, 50 manna fjöldatakmarkanir

Heilbrigðisráðherra hefur í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis ákveðið að herða til muna sóttvarnaaðgerðir til að sporna við hraðri útbreiðslu Covid-19. Aðgerðirnar taka gildi á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns en með notkun hraðprófa verður heimilt að efna til viðburða með að hámarki 500 manns í sóttvarnahólfi. Opnunartími veitingastaða verður styttur um klukkustund. Hámarksfjöldi gesta […]
ÍBV tekur á móti Aftureldingu – hertar sóttvarnarreglur

ÍBV tekur á móti Aftureldingu í Olís deild karla í kvöld. Afturelding vann ÍBV í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í haust en liðin sitja sem stednur í fimmta og sjötta sæti deildarinnar með átta stig hvort en ÍBV hefur leikið einum leik færra. Flautað verður til leiks í íþróttammiðstöðinni klukkan 18:30. Áhorfendum er bent á […]
Staðan á Covid í Eyjum svipuð og síðustu vikur

“Staðan á Covid í Eyjum er svipuð og síðustu vikur. Það bætast við stöku smit og aðrir hafa losnað úr einangrun,” sagði Davíð Egilsson, Yfirlæknir á Heilsugæslu HSU í Vestmannaeyjum. “Fjöldi einstaklinga í einangrun er enn undir 10 og engin stökk í smittölum upp eða niður. Eins og smittölurnar hafa verið fyrir landið undanfarið er […]
Framhald bólusetninga í Eyjum

Árlegar inflúensubólusetninga Í þessari viku er haldið áfram bólusetningum fyrir forgangsgópa og er opinn tími á morgun, 9 nóvember, frá kl 13:30 – 15:00 á heilsugæslunni. Í næstu viku verður opnað yfir fólk utan áhættuhópa og verður opinn tími þriðjudaginn 16 nóvember frá kl 13:30 -15:00 og svo framvegis á fimmtudögum kl 14:00 – 14:30 meðan […]
Grímuskylda, styttur opnunartími og 500 manna samkomutakmarkanir

Skylt verður að bera grímu þegar ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu, fjöldatakmarkanir verða 500 manns, veitingastöðum með vínveitingaleyfi verður skylt að loka tveimur tímum fyrr en nú. Með notkun hraðprófa verður heimilt að halda viðburði fyrir allt að 1.500 manns. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið þessar aðgerðir samkvæmt tillögum sóttvarnalæknis sem hefur áhyggjur af […]
Sóttvarnaaðgerðir á landamærum óbreyttar til 15. janúar 2022

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja óbreytta reglugerð um sóttvarnaráðstafanir á landamærum vegna Covid-19, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Reglugerðin gildir til 15. janúar 2022. Ástæðan er mikil fjölgun smita innanlands að undanförnu. Sóttvarnalæknir bendir á að faraldurinn sé í töluverðum vexti, þeim fari fjölgandi sem veikjast alvarlega og faraldurinn sé farinn að hafa íþyngjandi áhrif […]
Staðan áfram almennt góð í Eyjum

Við leituðum eftir upplýsingum frá HSU um stöðu mála í faraldrinum en reglulega berast fréttir af fjölda smita víða um land. Davíð Egilsson yfirlæknir á HSU sendi okkur þetta svar. “Staðan er áfram almennt góð í Eyjum. Erum áfram undir 10 einstaklingum sem eru skráðir í einangrun. Það greindist smit hjá nemanda í grunnskólanum sem […]
Stytta einangrun og sóttkví

Sóttvarnalæknir hefur lokið endurskoðun á reglum um sóttkví og einangrun vegna Covid-19 og er niðurstaðan sú að stytta megi einangrun smitaðra og sóttkví þeirra sem hafa verið útsettir fyrir Covid, án þess að auka hættu á útbreiðslu veirunnar. Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á reglugerð nr. 1100/2021 þessa efnis, í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Að uppfylltum […]