Eyjamenn á Ólympíuleikunum í Berlín 1936 – Myndir

Hörður Baldvinsson, safnstjóri Sagnheima flutti skemmtilegt erindi í Einarsstofu á í gær og sagði frá för fimm Eyjamanna á Ólympíuleikana í Berlín 1936. Þetta var mikil ævintýraferð fyrir 50 Íslendinga, þar af fimm Eyjamenn að koma úr fásinninu á Íslandi til Þýskalands sem þá var í miklum blóma. Þeir sem kepptu frá Eyjum voru Sigurður […]

Jóna Heiða og Friðrik Björgvins sýna á laugardaginn

Nú er komið að sjöundu sýningunni í röðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt og þá geysast þau Jóna Heiða Sigurlásdóttir og Friðrik Björgvinsson fram og sýna okkur lítið brot af þeim myndum sem þau hafa tekið í gegnum árin.  Eins og áður byrjar sýningin kl.13.  í Einarsstofu og stendur í einn til einn og hálfan […]

Myndir sem spanna heil 40 ár

Friðrik Björgvinsson, framkvæmdastjóri Eyjablikks hefur víða komið við í atvinnulífinu, verið vélstjóri til sjós og var verkefnastjóri hjá Vestmannaeyjabæ áður en hann byrjaði sem framkvæmdastjóri hjá Eyjablikki. Hann hefur verið með myndavél á lofti frá árinu 1981 og ætlar hann að gefa gestum í Einarsstofu á laugardaginn kost á að kíkja á safnið sem nær […]

Guðmundur Gísla og Pétur Steingríms í Einarsstofu á laugardaginn

Nú er komið að sjöttu sýningunni í sýningaröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt og nú geysast fram á völlinn þeir Pétur Steingrímsson og Guðmundur Gíslason. Báðir hafa þeir tekið myndir lengi og fáum við að sjá árangurinn í Einarsstofu klukkan 13.00 á laugardaginn. Pétur man fyrst eftir sér með myndavél í Douglas Dakota flugvél, Þristi […]

Heimaklettur, fólk, rollur og lífið í úteyjum

Hópur öflugra karla og kvenna hefur gert Heimaklett að föstum punkti í lífinu og telur sig eiga meira tilkall til hans en aðrir. Skýringin er einföld, þetta fólk gengur reglulega á toppinn í leit að bæði andlegri og líkamlegri vellíðan. Og Heimaklettur borgar fyrir sig því af toppnum er að mati hópsins fegursta útsýni í […]

Sif í Geisla sýnir í Einarsstofu á laugardaginn

Að fanga augnablikið inn í eilífðina Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt heldur áfram. Næsta laugardag,  5. október kl. 13.00 mæta Ísleifur Arnar Vignisson, betur þekktur sem Addi í London og Sif Sigtryggsdóttir, Sif í Geisla. Sif á sér bakgrunn í listnámi og þá fyrst fór hún að nýta þá möguleika sem myndavélin og síðar síminn […]

Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Einarsstofa, á laugardaginn kl. 13:00

Rúllandi ljósmyndasýningar bæjarbúa halda áfram en um er að ræða hluta af afmælisdagskrá afmælisnefndar Vestmannaeyjabæjar. Samtals verða dagskrárnar að minnsta kosti 13 laugardaga í röð, en um 40 einstaklingar munu deila ljósmyndum sínum áður yfir lýkur. Á laugardaginn kemur, 21. september, koma Diddi í Ísfélaginu og Friðrik Alfreðs í Einarsstofu í Safnahúsið. Rétt er að […]

Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt, Óskar Pétur í Einarsstofu kl. 13.00 á laugardaginn

Hugmynd Stefáns Jónassonar sem situr í afmælisnefnd Vestmannaeyjabæjar að fá ljósmyndara í bænum til að sýna Eyjamönnum og gestum það sem þeir og þær hafa verið að gera í gegnum árin fékk heldur betur byr undir vængi. Niðurstaðan er röð ljósmyndasýninga í Einarsstofu næstu þrettán laugardaga klukkan 13.00 til 14.30. Alls eru þátttakendur um 40. […]

Útgáfu afmælisrits BV fagnað – myndir

Það var fjölmenni í Einarstofu í gær þegar útgáfu 100 ára afmælisblaðs Björgunarfélags Vestmannaeyja var fagnað. Ómar Garðarsson, sem ritstýrði blaðinu hóf athöfnina á nokkrum orðum. Hann sagði það hafa verið eintakt tækifæri að fá að stýra afmælisblaðinu. „ Það er ótrúlegt til þess að hugsa að á árinu 1918 var Björgunarfélag Vestmannaeyja stofnað. Ár […]

Fjölmenni heimsótti Bjarna Jónasson

Bjarni Jónasson kynnti nýútkomna bóks sína, Að duga eða drepast, í Einarsstofu í gær sunnudag. Fjölmenni var á viðburðinum en um 70 manns voru viðstödd. Kári Bjarnason setti dagskrána. Bjarni Jónasson flutti kynningu á bókinni og sagði frá tilurð hennar. Gunnþóra Gunnarsdóttir sem prófarkalas bókina sagði frá ferlinum þegar bókin var í smíðum. Jónas Bjarnason, […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.