Kitty Kovács er bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2023

Tilkynnt var um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2023 í Eldheimum í dag. Skólalúðrasveit Vestmannaeyja lék nokkur lög áður en Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs mun tilkynnti viðstöddum um valið. En það var Kitty Kovács organisti og kórstjóri sem hlaut viðurkenninguna bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2023. Njáll sagði bæjarráð hafa staðið frammi fyrir erfiðu vali þegar farið var yfir […]
Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2023

Tilkynnt verður um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2023 í Eldheimum mánudaginn 1. maí kl 11:00. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs mun tilkynna um valið á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2023. Í framhaldi af því munu Skólalúðrasveit Vestmannaeyja leika nokkur lög. (meira…)
Frítt í sund og söfn á sumardaginn fyrsta

Í tilefni af sumardeginum fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl býður Vestmannaeyjabær bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt í Eldheima og Sagnheima. Opið í Einarsstofu og í Sagnheimum frá kl. 13:00-16:00 og í Eldheimum frá kl. 13:15-17:00. Sundlaugin er opin frá kl. 9:00-17:00. Sumargleði í Íþróttamiðstöðinni, fjölskyldan getur komið saman og leikið sér í íþróttasölum undir stjórn […]
Sögur og söngvar í Eldheimum

Föstudagskvöldið 20. janúar 2023 kl. 20:30 verða sögur og söngvar á dagskrá Eldheima í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá gosinu í Heimaey. Fram kemur úrval söngvara sem allir hafa sínar sögur að segja um gosnóttina örlagaríku og afleiðingar hennar. Elva Ósk Ólafsdóttir Þórarinn Ólason Hermann Ingi Hermannsson Unnur Ólafsdóttir Sigurmundur Gísli Einarsson […]
Safnahelgi – Mál, menning og handbolti

Dagskrá Safnahelgar nær hápunkti í dag og hefst með bókakynningu í Safnahúsi kl. 12.00. Þær Arna Björgvinsdóttir og Yrsa Þöll Gylfadóttir lesa úr nýjum bókum sínum í seríunni Bekkurinn minn. Bókabeitan kynnir ýmsar barnabækur. Klukkan 13.00 er yfirgripsmikið málþing um athafnamanninn Gísla J. Johnsen í Ráðhúsinu. Þátttakendur eru Arnar Sigurmundsson, Helgi Bernódusson, Ívar Atlason, Kári […]
Goslokatónleikar Eldheima endurteknir í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði

Á sl. Goslokahátíð hélt valinn hópur tónlistarmanna einstaklega skemmtilega tónleika með sígildum sönglögum frá Suður-Evrópu með íslenskum textum. Lög sem allir þekkja og elska að rifja upp. Tónleikarnir þóttu takast með eindæmum vel og því tóku menn áskoruninni um að endurtaka viðburðinn á meginlandinu. Flytjendurnir eiga það allir sameiginlegt að vera úr Eyjum eða hafa […]
Veikindi koma í veg fyrir tónleika

Tónleikar með Þjóðlagasveit Ásgeirs Ásgeirssonar og stórsöngkonunni Kristjönu Stefánsdóttur, sem voru áætlaðir í Eldheimum í dag kl. 17:00, falla niður vegna veikinda. (meira…)
Opinn framboðsfundur fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022

Opinn framboðsfundur fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022 verður haldinn í Eldheimum miðvikudaginn 11. maí nk. kl. 20:15. Húsið opnar kl 20:00 og verða léttar veitingar í boði. Fulltrúar framboðanna þriggja, Eyjalistans, Fyrir Heimaey og Sjálfstæðisflokksins, verða á fundinum til að kynna framboðin og svara spurningum fundargesta. Dagskrá Einn frambjóðandi frá hverjum lista fá um 5 mín. til […]
BREK tónleikar í ELDHEIMUM á laugardagskvöldið 7.maí kl. 20:00

BREK er ein skemmtilegasta og áhugaverðasta nýja íslenska hljómsveit landsins. Á tónleikunum verða flutt lög af fyrstu plötu hljómsveitarinnar, sem kom út á síðasta ári og hlaut nýverið Íslensku Tónlistarverðlaunin sem Plata ársins í flokki Þjóðlaga- og heimstónlistar. Auk frumsömdu laganna verða spiluð amerísk þjóðlög og íslensk dægurlög í bland. Hljómsveitin lofar ljúfri en jafnframt góðri […]
Nóg um að vera á sumardaginn fyrsta

Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2022 útnefndur Tilkynnt verður um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2022 í Eldheimum á sumardaginn fyrsta, 21. apríl kl. 11:00. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs mun tilkynna um valið. Skólalúðrasveit Vestmannaeyja mun leika nokkur lög. Krakkar úr 8. bekk Grunnskólans í Vestmannaeyjum sem tóku þátt í lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin var á Hellu í […]