Sund, saga og íþróttir á sumardaginn fyrsta
Í tilefni af sumardeginum fyrsta býður Vestmannaeyjabær bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt í Eldheima og Sagnheima. Opið í Einarsstofu og í Sagnheimum frá kl. 12:00-15:00 og í Eldheimum frá kl. 13:00-16:30. Sundlaugin er opin frá kl. 9:00-17:00. Við viljum einnig vekja athygli á að nóg er um að vera í íþróttalífinu þennan dag. Meistarflokkur […]
Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2024 útnefndur
Tilkynnt verður um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2024 í Eldheimum á sumardaginn fyrsta, 25. apríl kl. 11:00. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs mun tilkynna um valið. Skólalúðrasveit Vestmannaeyja mun leika nokkur lög. Nemendur úr 7. bekk GRV sem taka þátt í lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar lesa ljóð. (meira…)
Hátíðarhöldum í Eldheimum vegna 60 ára afmælis Surtseyjar aflýst
Í ljósi þeirrar alvarlega stöðu sem komin er upp þá þykir okkur ekki við hæfi að fagna þessum tímamótum að sinni. Við viljum engu að síður hvetja fólk til að koma í Eldheima næstu daga og skoða ljósmyndasýningu með nýjum og einstökum myndum Golla ljósmyndara, sem hann tók í Surtsey sl. sumar. Umhverfisstofnun, Vestmannaeyjabær/Eldheimar. (meira…)
60 ára afmæli Surtseyjar 14. nóvember í Eldheimum
Umhverfisstofnun og Vestmannaeyjabær minnast 60 ára afmæli Surtseyjar með viðburði þriðjudaginn 14. nóvember kl. 17:00 í Eldheimum í Vestmannaeyjum. Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, munu ávarpa gesti og opna viðburðinn. Í kjölfarið flytur Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðstjóri á svið náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, stutt ávarp um verndargildi Surtseyjar. […]
Upprifjunar og minningartónleikar Stellu Hauks
(meira…)
Óperutónleikar í Eldheimum
Sinfóníuhljómsveit Suðurlands heldur óperutónleika í Eldheimum föstudaginn 29. september kl. 19:00. Aðalsöngvari tónleikanna er Eyjamaðurinn og tenórinn Alexander Jarl Þorsteinsson en auk hans koma Monica Iusco sópran og Kvennakór Vestmannaeyja fram með hljómsveitinni. Fluttar verða margar af helstu perlum óperusögunnar sem sumar hverjar hafa verið í uppáhaldi hjá Alexander Jarli frá unga aldri eða allt […]
Ráðherrafundurinn – Alþjóðamál í brennidepli
„Allt hefur verið til svo mikillar fyrirmyndar. Vel tekið á móti okkur og gestir okkar eru að kveðja Eyjarnar afskaplega glöð,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og gestgjafi á sumarfundi norrænu forsætisráðherranna sem fram fór í Vestmannaeyjum í dag. Sérstakur gestur fundarins var Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Hópurinn komu í gær og snæddu þau á Slippnum […]
Ungt tónlistarfólk í fremstu röð heimsótti Eyjar
Hin virta YCO, Youth Chamber Orchestra, strengjasveit ungmenna frá Fíladelfíu í Bandaríkjunum hélt glæsilega tónleika í Eldheimum í gær. Á efnisskránni voru þættir úr strengjakvartettum, píanótríóum og kvintettum eftir Beethoven, Brams, Grieg, Mendelsohn og Schubert. Einnig var leikið verkið “Islands” en Snorri Sigfús Birgisson samdi verkið fyrir YCO og tileinkaði það stjórnanda hljómsveitarinnar Aaron Picht. Verkið […]
STÓRTÓNLEIKAR Á STÓRA TÍMAMÓTAÁRINU í ELDHEIMUM
Hin virta YCO, Youth Chamber Orchestra, strengjasveit ungmenna frá Fíladelfíu í Bandaríkjunum heldur tónleika í Eldheimum í Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 15. júní kl. 17. Það er mikill heiður og fengur að fá þetta fjölhæfa fólk til að spila í Vestmannaeyjum. Á efnisskránni eru þættir úr strengjakvartettum, píanótríóum og kvintettum eftir Beethoven, Brams, Grieg, Mendelsohn og Schubert.. […]
HEIMILISTÓNAR í Eldheimum
Hin stórskemmtilega kvennahljómsveit Heimilistónar er skipuð fjórum af ástsælustu leikkonum þjóðarinnar. Elva Ósk Ólafsdóttir, Vígdís Gunnarsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Ólafía Hrönn eru ekki bara leikkonur heldur líka söngkonur og hljóðfæraleikarar. Þær slógu í gegn árið 2018 með þátttöku sinni í undankeppni Eurovision söngvakeppninnar með lagið “Kúst og fæjó”. Það verður tekið ásamt öðrum slögurum […]