Hin stórskemmtilega kvennahljómsveit Heimilistónar er skipuð fjórum af ástsælustu leikkonum þjóðarinnar. Elva Ósk Ólafsdóttir, Vígdís Gunnarsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Ólafía Hrönn eru ekki bara leikkonur heldur líka söngkonur og hljóðfæraleikarar.
Þær slógu í gegn árið 2018 með þátttöku sinni í undankeppni Eurovision söngvakeppninnar með lagið “Kúst og fæjó”. Það verður tekið ásamt öðrum slögurum sem sveitin hefur gert að sínum og allir þekkja.
Einnig má búast við leynigestum eins og tíðkast á tónleikum sveitarinnar.
Tónleikar Heimilistóna eru líður í fjölbreyttri dagskrá Eldheima og Vestmannaeyjabæjar á stóra gos-tímamóta árinu. Hljómsveitin ætlar að frumflytja lag sem tileinkað er Vestmannaeyjum.
Tónleikar hefjast kl: 21:00, allar frekar upplýsingar í Eldheimum s. 4882700
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst