Eyverjar færðu Ægi ágóða uppistands

Í gær mættu Eyverjar færandi hendi á boccia æfingu hjá Íþróttafélaginu Ægi. Þar afhenti Ragnheiður Perla Hjaltadóttir, formaður Eyverja, 150.000 kr. sem var ágóðinn af góðgerðaruppistandi sem Eyverjar héldu á Háaloftinu um síðustu helgi. Það var Anton Sigurðsson félagsmaður í Ægi sem tók við styrknum. (meira…)
Mikið hlegið á Háaloftinu í gær

Í gærkvöldi héldu Eyverjar árlegt góðgerðaruppistand sitt á Háaloftinu. Uppistandið var í höndum Dóra DNA sem þótti mjög fyndinn. Salurinn var þétt setinn og mikið hlegið. Allur aðgangseyrir rann óskiptur til Íþróttafélagsins Ægis sem að hélt nýlega glæsilegt íslandsmót í boccia hér í Eyjum. Óskar Pétur mætti og myndaði: (meira…)