Eyverjar skora á ríkisstjórn og þingmenn kjördæmisins

Aðalfundur Eyverja félags ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum fór fram í gær. Arnar Gauti Egilsson var endurkjörinn formaður stjórnar og með honum í stjórn sitja þau Anika Hera Hannesdóttir, Garðar B. Sigurjónsson, Guðný Rún Gísladóttir og Reynir Þór Egilsson. Auk þess sem kosin var ný stjórn sendi fundurinn frá sér eftirfarandi stjórnarályktun. “Vestmannaeyjar eru raunhagkerfi. Pattstöðuna […]

Grímuball, Þrettándablað og blysför

Þrettándagleðin hefst í dag með Grímuballi Eyverja klukkan 14:00. Gleðin nær svo hámarki í kvöld með flugeldasýningu, blysför, álfabrennu, jólasveinum og tröllum. Gangan hefst við Hánna og gengið verður upp Illugagötu, niður Höfðaveg og að malarvellinum þar sem hinar ýmsu kynjaverur heilsa upp á gesti. Þrettándablaðið 2024 er komið út, fram kemur á vef ÍBV […]

Eyverjar fresta grímuballi

Eyverjar félag ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum hafa frestað árlegu grímuballi sínu sem fyrirhugað var um helgina eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu sem lesa má hér að neðan. (meira…)

Eyverjar skora á ráðherra

Aðalfundur Eyverja var haldinn sunnudaginn 27. febrúar. Þar var kjörin ný stjórn og þar er Arnar Gauti Egilsson nýr formaður. Við horfum björtum augum á framtíð félagsins og til komandi sveitastjórnarkostninga. Á aðalfundinum var samþykkt stjórnmálaályktun sem er svo hljóðandi: „Eyverjar skora á ráðherra háskóla-, fjármála- og sveitastjórnarráðuneyta að jafna stöðu Íslendinga á stjórnarskrárvörðum réttindum […]

Leó tekur við sem formaður Eyverja

Aðalfundur Eyverja var haldinn á þriðjudagskvöld. Góðar umræður sköpuðust á fundinum þá var einnig var kosinn ný stjórn. Nýr formaður var kosinn Leó Viðarsson en hann tók við af Ragnheiði Perlu Hjaltadóttur. Varaformaður var kosinn Borgþór Eydal Arnsteinsson. Aðrir í stjórn eru Arnar Gauti Egilsson, Elísa Sjöfn Sveinsdóttir, Snorri Rúnarsson, Sævald Gylfason, Tanya Rós Jósefsdóttir, […]

Áskorun á bæjarráð Vestmannaeyja

Eyverjar, félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, skora á bæjarráð Vestmannaeyja að taka afstöðu með því að lækka kosningaaldur í 16 ár. Fyrir alþingi liggur nú nýtt frumvarp um breytingar á kosningaaldri. Með því er verið að styðja við aukna lýðræðisþátttöku ungs fólks. Dvínandi kosningaþátttaka ungs fólks er áhyggjuefni og hafa rannsóknir sýnt að þeir sem […]

Hvetja Alþingismenn til að girða sig í brók

Eyverjar hvetja Alþingismenn til að hætta að mæta bara í kaffi og halda tilgangslausa fundi og fara að girða sig í brók. Vestmannaeyjar eru stór hluti af Suðurkjördæmi og reiknum við því með að okkar atkvæði muni skipta máli í komandi alþingiskosningum. Núna er því fullkominn tími til að láta verkin tala. Okkar helsta áskorun […]

Grímuball Eyverja vel sótt

Árlegur grímudansleikur Eyverja fór fram í dag og þar kenndi ýmissa grasa. Góð mæting var hinna ýmsu kynja vera og mikið stuð á svæðinu. Það voru að lokum frænkurnar Bjartey Ósk Sæþórsdóttir og Kolbrún Orradóttir sem báru sigur úr bítum en þær komu dulbúnar sem leigubíll á ballið. Búningurinn var samstarfsverkefni Bjarteyjar og pabba hennar og því […]

Afmæli Eyverja á laugardaginn

Á laugardaginn býður Eyverjar, félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, velunnurum sínum til veislu í tilefni af 90 ára afmæli félagsins en félagið var stofnað þann 20. desember 1929.  Boðið fer fram í Ásgarði, félagsheimili flokksins og stendur frá 13 til 15. Stjórn Eyverja (meira…)

Eyverjar skora á bæjarráð

Eyverjar, félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum skora á bæjarráð Vestmannaeyja að taka afstöðu með því að lækka kosningaaldur í 16 ár. Á aðalfundi Eyverja sem haldinn var í gær var eftirfarandi ályktun samþykkt, Eyverjar, félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, skora á bæjarráð Vestmannaeyja að taka afstöðu með því að lækka kosningaaldur í 16 ár. Með því […]