Samgöngur og traust!

Traustar og öruggar samgöngur eru lykilatriði í rekstri nútíma samfélags. Vestmannaeyjar hafa lengi búið við bresti og vantraust á samgöngum. Oftast eru það náttúruöflin sem ráða för, en stundum eru það mannanna verk! Ferðaþjónustan í landinu rær lífróður í fordæmalausu umhverfi og baráttan aldrei verið harðari. Ferðamálasamtök Vestmannaeyja hafa í samstarfi við Vestmannaeyjabæ hrint af […]

Höldum áfram og gerum gott betra

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja fór fram í dag kl 16:00. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun. Ferðamálasamtök Vestmannaeyja lýsa yfir ánægju með yfirtöku Vestmannaeyjabæjar á rekstri Herjólfs, sveiganleiki og þjónusta við viðskiptavini er til fyrirmyndar. Höldum áfram og gerum gott betra. (meira…)

Margt um manninn á Mannamótum

Mannamót fer nú fram í Kórnum í Kópavogi og er opið til kl 17.00. Enginn aðgangseyrir er fyrir gesti á sýninguna. Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er hugsað sem kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru víðs vegar um landið. […]

Hvetjum til rótækrar endurskoðunar eða riftunar á samningi

Ferðamálasamtök Vestmannaeyja harma það að ekki hafi verið tekið tillit til búnaðar og afkastagetu þegar samið var til næstu þriggja ára um dýpkun Landeyjahafnar. Það að höfnin sé opin skiptir samfélagið afar miklu máli. Þess vegna skipta afköst dýpkunarbúnaðar öllu máli þann tíma sem færi gefst til dýpkunar, sem er oft mjög takmarkaður. Afkastageta þess búnaðar sem nú er í notkun er með […]

Tæpar átta milljónir í markaðsmál fyrir ferðaþjónustuna

Á fundi Bæjarráðs í gær var til umræðu útgjöld til markaðsmála fyrir ferðaþjónustuna í Vestmannaeyjum. Formaður stjórnar sem tekur ákvörðun um útgjöld til markaðsmála sem og annarra aðgerða til framdráttar ferðaþjónustunnar, sbr. samþykkt bæjarráðs frá 14. janúar sl., gerði grein fyrir vinnu stjórnarinnar. Stjórnin, sem skipuð er Páli Scheving og Berglindi Sigmarsdóttur frá ferðaþjónustunni og Angantý […]

Það er mikið í húfi og þarf að byrja á einhverju sem allra fyrst

Á bæjarráðsfundi í byrjun janúar kom fram að fundarmenn hefðu verið sammála um að stjórnun ferðamála Vestmannaeyjabæjar væri best borgið í höndum hagsmunaaðila í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Jafnframt kom fram tillaga um að fulltrúar ferðaþjónustunnar taki að sér umsjón ferða- og markaðsmála á vegum bæjarins. Berglind Sigmarsdóttir formaður ferðamálasamtakan sagði í samtali við Eyjafréttir að […]

Framundan eru bjartir tímar og fjöldi tækifæra

Stjórn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja fagnar því að Vestmannaeyjabær hafi tekið við rekstri Herjólfs. Með rekstur Herjólfs í höndum heimamanna er hagsmunum  bæjarbúa best borgið. Samtökin lýsa yfir ánægju með nýja samgönguáætlun, sérstaklega fjölgun ferða og vonast til að hægt verði að opna fyrir bókanir fljótlega. Stjórn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja hefur trú á að það muni koma í […]

Við finnum fyrir auknum áhuga og eigum svo mikið inni 

Berglind Sigmarsdóttir var kosinn formaður ferðamálasamtakanna í Vestmannaeyjum nú fyrr á þessu ári. Hún segir að verkefnin framundan hjá samtökunum vera mörg og að stærsta verkefnið sé nýr Herjólfur og samvinnan við bæinn. Hún er vongóð á að í framtíðinni geti ferðasumarið orðið lengra og segir að mikill áhugi sé fyrir Vestmannaeyjum. Það er ótrúlegur fjölbreytileiki sem þrífst á Eyjunni og henni finnst samfélagið eigi mikið […]

Útboð á dýpkun Landeyjarhafnar næstu þrjú ár

Yfirlýsing Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja vegna útboðs á dýpkun Landeyjarhafnar næstu þrjú ár. Nú hefur verið boðið út af Vegagerðinni, dýpkun Landeyjahafnar 2019-2021. Dýpkun hafnarinnar er mikið hagsmunamál fyrir ferðaþjónustuna sem ogsamfélagið allt í Vestmannaeyjum. Ferðamálasamtök Vestmannaeyja leggja ríka áherslu á að ekki verði eingöngu litið til tilboðsverðs, heldur ráði reynsla og geta til verksins vali á samstarfsfyrirtæki. Ferðamálasamtökin […]

Starfshópur um framtíðarskipan ferðamála

Í lok júli funduðu bæjarfulltrúar með fulltrúum frá Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja. Niðurstaða þess fundar var að stofna starfshóp um framtíðarskipan ferðamála í Vestmannaeyjum. Hlutverkhópsins er að greina stöðuna í dag og leggja til hvernig framtíðar skipan ferðamála verði háttað. Á fundi bæjarráðs í gær var hópurinn svo skipaður. Í honum verða Kristín Jóhannsdóttir formaður, Berglind Sigmarsdóttir, […]