Samgöngur og traust!

Traustar og öruggar samgöngur eru lykilatriði í rekstri nútíma samfélags. Vestmannaeyjar hafa lengi búið við bresti og vantraust á samgöngum. Oftast eru það náttúruöflin sem ráða för, en stundum eru það mannanna verk! Ferðaþjónustan í landinu rær lífróður í fordæmalausu umhverfi og baráttan aldrei verið harðari. Ferðamálasamtök Vestmannaeyja hafa í samstarfi við Vestmannaeyjabæ hrint af […]

Höldum áfram og gerum gott betra

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja fór fram í dag kl 16:00. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun. Ferðamálasamtök Vestmannaeyja lýsa yfir ánægju með yfirtöku Vestmannaeyjabæjar á rekstri Herjólfs, sveiganleiki og þjónusta við viðskiptavini er til fyrirmyndar. Höldum áfram og gerum gott betra. (meira…)

Margt um manninn á Mannamótum

Mannamót fer nú fram í Kórnum í Kópavogi og er opið til kl 17.00. Enginn aðgangseyrir er fyrir gesti á sýninguna. Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er hugsað sem kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru víðs vegar um landið. […]

Hvetjum til rótækrar endurskoðunar eða riftunar á samningi

Ferðamálasamtök Vestmannaeyja harma það að ekki hafi verið tekið tillit til búnaðar og afkastagetu þegar samið var til næstu þriggja ára um dýpkun Landeyjahafnar. Það að höfnin sé opin skiptir samfélagið afar miklu máli. Þess vegna skipta afköst dýpkunarbúnaðar öllu máli þann tíma sem færi gefst til dýpkunar, sem er oft mjög takmarkaður. Afkastageta þess búnaðar sem nú er í notkun er með […]

Tæpar átta milljónir í markaðsmál fyrir ferðaþjónustuna

Á fundi Bæjarráðs í gær var til umræðu útgjöld til markaðsmála fyrir ferðaþjónustuna í Vestmannaeyjum. Formaður stjórnar sem tekur ákvörðun um útgjöld til markaðsmála sem og annarra aðgerða til framdráttar ferðaþjónustunnar, sbr. samþykkt bæjarráðs frá 14. janúar sl., gerði grein fyrir vinnu stjórnarinnar. Stjórnin, sem skipuð er Páli Scheving og Berglindi Sigmarsdóttur frá ferðaþjónustunni og Angantý […]

Það er mikið í húfi og þarf að byrja á einhverju sem allra fyrst

Á bæjarráðsfundi í byrjun janúar kom fram að fundarmenn hefðu verið sammála um að stjórnun ferðamála Vestmannaeyjabæjar væri best borgið í höndum hagsmunaaðila í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Jafnframt kom fram tillaga um að fulltrúar ferðaþjónustunnar taki að sér umsjón ferða- og markaðsmála á vegum bæjarins. Berglind Sigmarsdóttir formaður ferðamálasamtakan sagði í samtali við Eyjafréttir að […]

Framundan eru bjartir tímar og fjöldi tækifæra

Stjórn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja fagnar því að Vestmannaeyjabær hafi tekið við rekstri Herjólfs. Með rekstur Herjólfs í höndum heimamanna er hagsmunum  bæjarbúa best borgið. Samtökin lýsa yfir ánægju með nýja samgönguáætlun, sérstaklega fjölgun ferða og vonast til að hægt verði að opna fyrir bókanir fljótlega. Stjórn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja hefur trú á að það muni koma í […]

Við finnum fyrir auknum áhuga og eigum svo mikið inni 

Berglind Sigmarsdóttir var kosinn formaður ferðamálasamtakanna í Vestmannaeyjum nú fyrr á þessu ári. Hún segir að verkefnin framundan hjá samtökunum vera mörg og að stærsta verkefnið sé nýr Herjólfur og samvinnan við bæinn. Hún er vongóð á að í framtíðinni geti ferðasumarið orðið lengra og segir að mikill áhugi sé fyrir Vestmannaeyjum. Það er ótrúlegur fjölbreytileiki sem þrífst á Eyjunni og henni finnst samfélagið eigi mikið […]

Útboð á dýpkun Landeyjarhafnar næstu þrjú ár

Yfirlýsing Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja vegna útboðs á dýpkun Landeyjarhafnar næstu þrjú ár. Nú hefur verið boðið út af Vegagerðinni, dýpkun Landeyjahafnar 2019-2021. Dýpkun hafnarinnar er mikið hagsmunamál fyrir ferðaþjónustuna sem ogsamfélagið allt í Vestmannaeyjum. Ferðamálasamtök Vestmannaeyja leggja ríka áherslu á að ekki verði eingöngu litið til tilboðsverðs, heldur ráði reynsla og geta til verksins vali á samstarfsfyrirtæki. Ferðamálasamtökin […]

Starfshópur um framtíðarskipan ferðamála

Í lok júli funduðu bæjarfulltrúar með fulltrúum frá Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja. Niðurstaða þess fundar var að stofna starfshóp um framtíðarskipan ferðamála í Vestmannaeyjum. Hlutverkhópsins er að greina stöðuna í dag og leggja til hvernig framtíðar skipan ferðamála verði háttað. Á fundi bæjarráðs í gær var hópurinn svo skipaður. Í honum verða Kristín Jóhannsdóttir formaður, Berglind Sigmarsdóttir, […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.