110 tonna gufuþurrku keyrt í gegnum bæinn

Hún er engin smásmíði nýja gufuþurrkan sem koma á fyrir í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagins. Henni var trukkað í gegnum bæinn um hádegisbil í dag. Að sögn Páls Scheving, verksmiðjustjóra FES er verið að vinna í eflingu á framleiðslugetu verksmiðjunnar. „Gufuþurrka frá Alfa Laval sem í dag var flutt í gegn um bæinn frá Eimskip að Fesinu […]
Milljón kíló af fiski á dag

Vestur af Skansinum er stór og mikil verksmiðja sem margir hafa séð en færri hafa augum litið innan frá. Fiskimjölsverksmiðja Einars Sigurðssonar tók til starfa árið 1963 og hefur því verið starfrækt í 58 ár. Með tæknivæðingu og auknum hreinlætis- og gæðakröfum hefur starfsemi verksmiðjunnar ekki verið eins sýnileg bæjarbúum og áður fyrr. Páll Scheving […]
Misstu síldar afskurð í höfnina

Óhapp varð við löndun úr frystitogaranum Hákon EA í Vestmannaeyjahöfn í dag. Togarinn kom til Vestmannaeyja til þess að landa síldar afskurður í fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins. Fyrir mistök um borð var hluta af hratinu í höfnina fyrir það að loki á síðunni var opinn. Starfsmenn Vestmannaeyjahafnar voru ræstir út og kom fyrir mengunarvörnum í fjörunni við […]
Sjáðu tankana rísa á þrem mínútum – myndband

Nýir hráefnistankar Ísfélagsins við FES komu til landsins laugardaginn 12. september og settir upp á sinn stað fyrr í vikunni. Við höfum sett saman myndband sem sýnir ferlið allt frá uppskipun og þar til uppsetningu er lokið. Ljóst er að sitt sýnist hverjum um tankana og staðsetningu þeirra en ferlið sjálft er í það minnsta áhugavert. Myndbandið er svo kallað […]
Tankarnir rísa

Vinna stendur nú yfir við að reisa fjóra nýja hráefnistanka Ísfélagsins við fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins. Tankarnir komu til landsins um miðjan mánuðinn. Tönkunum er ætlað að flýta fyrir löndun á loðnuvertíð til þess að unnt sé að koma skipum aftur til veiða sem fyrst. Það er Jáverk sem annast það að koma tönkunum á sinn stað. […]
Langþráð bræðsla

Heimaey VE liggur nú við Nausthamarsbryggju þar sem verið er að landa 1900 tonnum af kolmunna í bræðslu um er að ræða fyrsta kolmunafarm ársins hjá Ísfélaginu. Sigurður VE er svo væntanlegur í kvöld með 2500 tonn. “Þetta er fimm sólarhringa langþráð bræðsla þar sem ekki hefur verið brætt svo lengi síðan fyrir ári síðan […]
Viðgerðir við FES

Fiskimjöls verksmiðja Ísfélagsins, FES varð fyrir talsverðu tjóni í óveðrinu sem gekk yfir landið þann 10. Desember síðastliðinn. Þá rofnaði klæðning á norðurgafli hjúsins og hráefnistankur beyglaðist undan vindinum. Viðgerðir hafa staðið yfir undanfarna daga við heyrðum í Páli Scheving og spurðum hann út í málið. „Við erum að setja gjarðir á tankinn, samkvæmt sérfróðum það á að duga gagnvart burðarþoli.“ Páll sagði […]