Bilun á hafnarvog olli verulegum frávikum

Hafnarvogin í Vestmannaeyjum bilaði með þeim afleiðingum að það hafði áhrif á niðurstöður vigtunar. Gögn sýna að veruleg frávik hafi verið í útreikningum ísprósentu vegna bilunarinnar og að hún hafi hugsanlega viðgengist lengur en Fiskistofa telur. Þetta getur hafa orðið til þess að upplýsingar sem notaðar hafa verið við aflaskráningu hafa verið rangar. Þetta kemur […]
Huginn landar ekki meir á Írlandi

Tilkynning birtist á vef Fiskistofu í gær þar sem fram kemur að ekki verði veitt frekari löndunarleyfi á Írlandi, nema að sérstakt eftirlit sé viðhaft með löndun. Huginn Ve er staddur í Kyllibegs á Írlandi þar sem landað var 1.900 tonn af kolmunna upp úr bátnum. Þurfum að sigla 400 sjómílum lengra fyrir 30% lægra […]
Björg ráðin til Fiskistofu

Á haustmánuðum auglýsti Fiskistofa eftir sérfræðingi á veiðieftirlitssvið stofnunarinnar. Var tekið fram í atvinnuauglýsingunni að aðsetur starfsmannsins yrði á Akureyri, Ísafirði eða í Vestmannaeyjum. Björg Þórðardóttir hefur nú verið ráðin í stöðuna. Björg er sjávarútvegsfræðingur með mastersgráðu í forystu og stjórnun, fædd árið 1989. Hún er í sambúð með Birni Björnssyni og eiga þau eina […]
1,2 milljarðar í veiðigjöld í Vestmannaeyjum

Fiskistofa birti á vef sínum í gær yfirlit yfir álagningu veiðigjalda. Samkvæmt því greiða útgerðir í Vestmannaeyjum tæplega 1,2 milljarða króna í veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2017/2018. Af útgerðum í Eyjum greiðir Ísfélagið mest eða tæpar 349 milljónir, þá Vinnslustöðin með 321 milljón. Bergur-Huginn greiðir tæpar 229 milljónir og ÓS ehf sem gerir út Þórunni Sveinsdóttur […]