Hátt í þriðjungs aukning á veiðigjaldi
Alls greiddu sjávarútvegsfyrirtæki um 920 milljónir króna í veiðigjald í október samkvæmt tölum sem Fiskistofa birti í vikunni. Fjárhæð veiðigjaldsins er þar með komin í rétt rúma 8,8 milljarða króna á fyrstu 10 mánuðum ársins, en í þeirri fjárhæð er búið að draga frá þann afslátt sem veittur er af veiðigjaldinu. Um er að ræða hátt […]
Hafa gefið út 517 leyfi til strandveiða
Strandveiðar hófust í vikunni og hafa 535 umsóknir um strandveiðileyfi borist frá því opnað var fyrir umsóknir síðast liðin fimmtudag og 517 leyfi verið gefin út. Þetta kemur fram í frétt á vef fiskistofu. Umsóknir um strandveiðileyfi fyrir vertíðina 2023 eru nú í fyrsta skipti afgreidd í gegnum stafrænt umsóknakerfi Ísland.is. Með þessari breytingu er […]
Fiskveiðiáramót
Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2021/2022. Heildarúthlutun er 322 þúsund ÞÍG tonn sem er lækkun um 37.000 ÞÍG tonn frá því í fyrra. Úthlutun í þorski er um 202 þúsund tonn og dregst saman um 29 þúsund tonn frá fyrra ári. Úthlutun í ýsu er rúm 33 þúsund tonn og lækkar um 3 þúsund […]
Uppsjávarafli dróst saman í júní
Heildarafli í júní 2021 var 49 þúsund tonn sem er 21% minni afli en í júní 2020. Botnfiskafli var nær óbreyttur frá fyrra ári, tæp 35 þúsund tonn. Af botnfisktegundum veiddist mest af þorski eða tæp 20 þúsund tonn. Uppsjávarafli dróst saman um 54% í júní og var mestmegnis kolmunni, 5.900 tonn og makríll rúm […]
Útgerðir í Vestmannaeyjum greiða 550 milljónir í veiðigjald
Fiskistofa hefur lokið álagningu veiðigjalds vegna ársins 2020. Alls nemur álagningin tæpum 4,8 milljörðum króna. Til samanburðar má hér sjá heildarálagningu veiðigjalds þrú síðastliðin ár: Ár Upphæð álagðs veiðigjalds 2020 4,8 milljarðar króna 2019 6,6 milljarðar króna 2018 11,3 milljarðar króna Gjaldendur Gjaldendur veiðigjalds á árinu 2020 voru alls 934. Þeir voru […]
Rúm 6000 tonn af loðnukvóta til Eyja
Samkvæmt reglugerð nr. 60/2021 um loðnuveiðar íslenskra skipa á vetrarvertíð 2021, hefur Fiskistofa úthlutað 19.043 tonnum af loðnu á grundvelli aflahlutdeilda. Af þessum rúmlega nítján þúsund tonnum renna 6.154 tonn til Útgerða í Vestmannaeyjum. Í samræmi við 1. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 726/2020 eru 5,3% dregin frá úthlutununum. Skiptingu aflamarks má sjá hér að neðan: (meira…)
Heildarafli árið 2020 var rúm ein milljón tonn
Heildarafli ársins 2020 var 1.021 þúsund tonn samkvæmt bráðabirgðatölum sem birtar voru á vef Hagstofu Íslands sem er 3% minna en árið 2019. Rúmlega helmingur aflans var uppsjávarafli, þar af var kolmunni 244 þúsund tonn, makríll 152 þúsund tonn og síld 134 þúsund tonn. Engin loðna veiddist árin 2019 og 2020. Botnfiskafli árið 2020 var […]
Fiskveiðiárið 2019/2020
Fiskveiðiárið 2019/2020 verður seint talið mikið aflaár í íslenskum sjávarútvegi. Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans nam rúmlega einni milljón og tíu þúsund tonnum. Mestu munar þar um aflabrestinn í loðnu annað árið í röð. Fiskistofa hefur tekið saman margvíslegar yfirlitsupplýsingar um fiskveiðiárið. Heildaraflinn á fiskveiðiárinu 2019/2020 var rúmlega 1.011 þúsund tonn og dróst saman frá fyrra ári […]
Afladagbók eingöngu rafræn
Í dag 1. september fellur pappírsafladagbók alfarið úr notkun sbr. reglugerð nr. 298/2020 um skráningu og rafræn skil aflaupplýsinga íslenskra skipa með rafrænni afladagbók eða snjalltækjaforriti. Nú ber öllum fiskiskipum að skila dagbókarskráningu inn áður en löndun hefst eftir hverja veiðiferð. Breytingin var kynnt fyrst 14. janúar sl. og hefur appið verið aðgengilegt og virkt […]
10,45% af úthlutuðu aflamarki til Eyja
Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2020/2021. Úthlutunin fer fram á grundvelli aflahlutdeilda að teknu tilliti til 5,3% frádráttar fyrir jöfnunaraðgerðir með sama hætti og undanfarin ár. Tekið er fram að enn eru fáein skip ófrágengin og getur því úthlutun til skipa enn breyst lítillega. Að þessu sinni er úthlutað 353 þúsund tonnum í þorskígildum […]