Magn uppsjávarafla var nær óbreytt miðað við árið 2019 og magn botnfiskafla dróst saman um 4% miðað við fyrra ár. Flatfiskafli var nær óbeyttur frá fyrra ári, eða 23 þúsund tonn. Skelfiskafli dróst saman um helming og var tæplega 5 þúsund tonn.
Aflamagn í desember 2020 voru tæplega 74 þúsund tonn og jókst um 16% miðað við desember 2019. Uppsjávarafli jókst úr tæpum 34 þúsund tonnum í desember 2019 í 41 þúsund tonn í desember 2020 sem er 22% magnaukning í desembermánuði. Botnfiskafli var um 32 þúsund tonn og þar af var þorskur rúm 18 þúsund tonn, um 10% meira en í desember 2019.
Magnvísitala landaðs afla í desember er 61,8 sem bendir til þess að aflaverðmæti verði 10,8% meira en í desember 2019.
Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.
Fiskafli | ||||||
Desember | Janúar-desember | |||||
2019 | 2020 | % | 2019 | 2020 | % | |
Fiskafli á föstu verði | ||||||
Vísitala | 55,7 | 61,8 | 10,8 | |||
Fiskafli í tonnum | ||||||
Heildarafli | 63.425 | 73.640 | 16 | 1.048.202 | 1.020.594 | -3 |
Botnfiskafli | 28.909 | 31.509 | 8 | 481.512 | 463.175 | -4 |
Þorskur | 16.869 | 18.494 | 10 | 273.022 | 276.963 | 1 |
Ýsa | 3.315 | 5.144 | 55 | 57.918 | 54.103 | -7 |
Ufsi | 4.154 | 2.493 | -40 | 64.697 | 50.429 | -22 |
Karfi | 3.399 | 3.718 | 9 | 53.529 | 52.065 | -3 |
Annar botnfiskafli | 1.172 | 1.354 | 16 | 32.346 | 29.616 | -8 |
Flatfiskafli | 764 | 1.064 | 39 | 22.232 | 23.013 | 4 |
Uppsjávarafli | 33.610 | 40.948 | 22 | 534.373 | 529.427 | -1 |
Síld | 3.662 | 1.670 | -54 | 137.936 | 134.167 | -3 |
Loðna | 0 | 0 | – | 0 | 0 | – |
Kolmunni | 29.938 | 39.278 | 31 | 268.351 | 243.738 | -9 |
Makríll | 9 | 0 | -100 | 128.085 | 151.521 | 18 |
Annar uppsjávarfiskur | 1 | 0 | -100 | 1 | 1 | -11 |
Skel-og krabbadýraafli | 154 | 119 | -23 | 10.082 | 4.973 | -51 |
Annar afli | 0 | 2 | – | 3 | 5 | 65 |