Umfangsmiklar hugmyndir í íþróttamálum

Framkvæmdastjóra fjölskyldu og fræðslusviðs ásamt æskulýðs-, íþrótta- og tómstundafulltrúa var falið, á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í vikunni, að fara yfir áfangaskýrslu starfshóps Vestmannaeyjabæjar um íþróttamál með þeim aðildarfélögum sem í skýrslunni voru. Markmiðið var að fara yfir hvort einhverjar breytingar hafi orðið hjá félögunum á tímabilinu sem starfshópurinn var að störfum og frá því […]

Gamla sambýlið verður að félagslegum íbúðum

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og yfirfélagsráðgjafi fóru yfir stöðuna innan félagslega íbúðakerfisins á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í gær. Í dag eru til leigu 56 íbúðir, 41 sem eru fyrir eldri borgara og 15 almennar félagslegar íbúðir. Til viðbótar koma á næstu vikum 7 þjónustuíbúðir fyrir fatlað fólk með sérhæfðar þarfir og 3 leiguíbúðir fyrir […]

Covid haft mikil áhrif á nýtingu á heimsendum mat

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs gerði á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í síðustu viku grein fyrir þróun heimsends matar til þjónustuþega stuðningsþjónustu og til stofnana Vestmannaeyjabæjar. Fyrir liggur mun meiri aukning á þjónustunni en áætlun gerir ráð fyrir og virðist áhrif Covid hafa fest í sessi meiri nýtingu á þessari þjónustu, fjölgun þjónustuþega og stöðugri nýtingu […]

Nýtt verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna

Yfirfélagsráðgjafi Vestmannaeyjabæjar kynnti á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í liðinni viku nýtt verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna. Verklagið er hliðarafurð tilraunaverkefnisins “Aðgerðir gegn ofbeldi” og var unnið af yfirfélagsráðgjafa og fræðslufulltrúa Vestmannaeyjabæjar. Verklagið er fyrir Grunnskólann, leikskólana, Framhaldsskólann, Tónlistarskólann, Frístund og félagsmiðstöðina. Verklagið verður kynnt starfsfólki viðkomandi stofnana í haust. (meira…)

Til skoðunar að aðstaða dagdvalar verði flutt frá Hraunbúðum

05D0E6D8-1717-492E-9AEE-CB8D19391B61

Öldrunarþjónusta Vestmannaeyjabæjar var til umræðu á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í síðustu viku. Framkvæmdastjóri sviðs fór yfir þjónustu málaflokks aldraðra m.a. í kjölfar þess að rekstur Hraunbúða hefur fluttst til ríkisins. Vestmannaeyjabær mun áfram leggja áherslu á fjölbreytta og einstaklingsmiðaða þjónustu við eldri borgara bæði innan heimilis og utan þess. Markmið þjónustunnar er að skapa […]

Framtíðarskipulag og uppbygging íþróttamála í Vestmannaeyjum

IMG 20201101 121245

Á 1545. fundi Bæjarstjórnar Vestmannaeyja var staðfestur vilji Fjölskyldu- og tómstundaráðs frá 25. mars 2019 að stofna starfshóp, með aðkomu ÍBV Héraðssambands, til að ræða framtíðarsýn í uppbyggingu, rekstri og skipulagi íþróttamála í Vestmannaeyjum. Tilgangur starfshópsins var að koma með framtíðarsýn hvað varðar rekstur, uppbyggingu og skipulag í íþróttamálum til næstu 10 ára. Markmið starfshópsins […]

Laun í vinnuskólanum hækka um 7,1%

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs kynnti fyrirkomulag Vinnuskólans fyrir sumarið 2021 á fundi fjölskyldu- og tómstundaráð. Boðið er upp á vinnuskóla fyrir börn fædd 2005 -2007. Fjöldi vinnudaga og vinnutíma í viku er sá sami og verið hefur. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Sótt er um rafrænt. Lagt er til að laun fyrir sumarið 2021 […]

Mikil aukning í fjárhagsaðstoð

Upplýsingar um stöðu fjárhagsaðstoðar hjá Vestmannaeyjabæ var til umræðu á fundi fjölskyldu og tómstundarráðs í vikunni. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og yfirfélagsráðgjafi fóru yfir stöðu fjárhagsaðstoðar. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins hefur verið greitt út þriðjungur af áætlaðri upphæð á fjárhagsáætlun ársins 2021. Um er að ræða um 65-70% hækkun frá sömu mánuðum í fyrra. […]

Verkinu gæti verið lokið mánaðarmótin maí/júní

Staða framkvæmda og úthlutun á þjónustuíbúðum fatlaðs fólks við Strandvegi 26 var til umræðu á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni. Vestmannaeyjabær hefur úthlutað öllum sjö þjónustuíbúðunum til þjónustuþega sem allir uppfylla skilyrði til úthlutunar. Mikil tilhlökkun er að flytja inn sem og að taka í gagnið nýjan þjónustukjarna sem á að nýtast m.a. íbúum […]

Styrkja Kvennaathvarfið um 80 þúsund

Fyrir fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í síðustu viku lá fyrir umsókn um rekstrarstyrk fyrir árð 2021 frá Kvennaathvarfinu. Athvarfið óskaði eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2021 að fjárhæð 250.000 kr. Niðurstaða Fjölskyldu- og tómstundaráðs var að veita 80.000 kr. styrk. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.