Umfangsmiklar hugmyndir í íþróttamálum

Framkvæmdastjóra fjölskyldu og fræðslusviðs ásamt æskulýðs-, íþrótta- og tómstundafulltrúa var falið, á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í vikunni, að fara yfir áfangaskýrslu starfshóps Vestmannaeyjabæjar um íþróttamál með þeim aðildarfélögum sem í skýrslunni voru. Markmiðið var að fara yfir hvort einhverjar breytingar hafi orðið hjá félögunum á tímabilinu sem starfshópurinn var að störfum og frá því […]
Gamla sambýlið verður að félagslegum íbúðum

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og yfirfélagsráðgjafi fóru yfir stöðuna innan félagslega íbúðakerfisins á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í gær. Í dag eru til leigu 56 íbúðir, 41 sem eru fyrir eldri borgara og 15 almennar félagslegar íbúðir. Til viðbótar koma á næstu vikum 7 þjónustuíbúðir fyrir fatlað fólk með sérhæfðar þarfir og 3 leiguíbúðir fyrir […]
Covid haft mikil áhrif á nýtingu á heimsendum mat

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs gerði á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í síðustu viku grein fyrir þróun heimsends matar til þjónustuþega stuðningsþjónustu og til stofnana Vestmannaeyjabæjar. Fyrir liggur mun meiri aukning á þjónustunni en áætlun gerir ráð fyrir og virðist áhrif Covid hafa fest í sessi meiri nýtingu á þessari þjónustu, fjölgun þjónustuþega og stöðugri nýtingu […]
Nýtt verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna

Yfirfélagsráðgjafi Vestmannaeyjabæjar kynnti á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í liðinni viku nýtt verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna. Verklagið er hliðarafurð tilraunaverkefnisins “Aðgerðir gegn ofbeldi” og var unnið af yfirfélagsráðgjafa og fræðslufulltrúa Vestmannaeyjabæjar. Verklagið er fyrir Grunnskólann, leikskólana, Framhaldsskólann, Tónlistarskólann, Frístund og félagsmiðstöðina. Verklagið verður kynnt starfsfólki viðkomandi stofnana í haust. (meira…)
Til skoðunar að aðstaða dagdvalar verði flutt frá Hraunbúðum

Öldrunarþjónusta Vestmannaeyjabæjar var til umræðu á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í síðustu viku. Framkvæmdastjóri sviðs fór yfir þjónustu málaflokks aldraðra m.a. í kjölfar þess að rekstur Hraunbúða hefur fluttst til ríkisins. Vestmannaeyjabær mun áfram leggja áherslu á fjölbreytta og einstaklingsmiðaða þjónustu við eldri borgara bæði innan heimilis og utan þess. Markmið þjónustunnar er að skapa […]
Framtíðarskipulag og uppbygging íþróttamála í Vestmannaeyjum

Á 1545. fundi Bæjarstjórnar Vestmannaeyja var staðfestur vilji Fjölskyldu- og tómstundaráðs frá 25. mars 2019 að stofna starfshóp, með aðkomu ÍBV Héraðssambands, til að ræða framtíðarsýn í uppbyggingu, rekstri og skipulagi íþróttamála í Vestmannaeyjum. Tilgangur starfshópsins var að koma með framtíðarsýn hvað varðar rekstur, uppbyggingu og skipulag í íþróttamálum til næstu 10 ára. Markmið starfshópsins […]
Laun í vinnuskólanum hækka um 7,1%

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs kynnti fyrirkomulag Vinnuskólans fyrir sumarið 2021 á fundi fjölskyldu- og tómstundaráð. Boðið er upp á vinnuskóla fyrir börn fædd 2005 -2007. Fjöldi vinnudaga og vinnutíma í viku er sá sami og verið hefur. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Sótt er um rafrænt. Lagt er til að laun fyrir sumarið 2021 […]
Mikil aukning í fjárhagsaðstoð

Upplýsingar um stöðu fjárhagsaðstoðar hjá Vestmannaeyjabæ var til umræðu á fundi fjölskyldu og tómstundarráðs í vikunni. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og yfirfélagsráðgjafi fóru yfir stöðu fjárhagsaðstoðar. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins hefur verið greitt út þriðjungur af áætlaðri upphæð á fjárhagsáætlun ársins 2021. Um er að ræða um 65-70% hækkun frá sömu mánuðum í fyrra. […]
Verkinu gæti verið lokið mánaðarmótin maí/júní

Staða framkvæmda og úthlutun á þjónustuíbúðum fatlaðs fólks við Strandvegi 26 var til umræðu á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni. Vestmannaeyjabær hefur úthlutað öllum sjö þjónustuíbúðunum til þjónustuþega sem allir uppfylla skilyrði til úthlutunar. Mikil tilhlökkun er að flytja inn sem og að taka í gagnið nýjan þjónustukjarna sem á að nýtast m.a. íbúum […]
Styrkja Kvennaathvarfið um 80 þúsund

Fyrir fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í síðustu viku lá fyrir umsókn um rekstrarstyrk fyrir árð 2021 frá Kvennaathvarfinu. Athvarfið óskaði eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2021 að fjárhæð 250.000 kr. Niðurstaða Fjölskyldu- og tómstundaráðs var að veita 80.000 kr. styrk. (meira…)