Flokkur fólksins skoðar framboð

Sveitastjórnarkosningar fara fram laugardaginn 14. maí næstkomandi nú þegar hafa þrír listar boðað framboð en það eru Eyjalistinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Fyrir Heimaey. Svo gæti farið að framboðum til bæjarstjórnar fjölgi því Flokkur fólksins hefur verið að skoða þann möguleika að bjóða fram í Vestmannaeyjum. Þetta staðfesti Georg Eiður Arnarson varaþingmaður flokksins í samtali við Eyjafréttir. […]
Ásthildur Lóa leiðir Flokk fólksins, Georg Eiður í 2. sæti

Flokkur fólksins hefur birt framboðslista sinn í Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, skipar efsta sæti listans. Georg Eiður Arnarsson, hafnarvörður og trillukarl, skipar annað sætið og Elín Íris Fanndal, félagsliði og leiðsögumaður, er í þriðja sæti á listanum. Ásthildur Lóa Þórsdóttir hefur gegnt formennsku í Hagsmunasamtökum heimilanna frá […]