Hefur þú notað Loftbrú?

Flugvollur

Austurbrú óskar eftir svörum við könnun um Loftbrú. Markmið með þessari könnun er að meta notagildi og hlutverk Loftbrúar, fyrir árið 2021, út frá reynslu notendahópsins s.s. samsetningu hans, tilgang ferða, hvort ferðum hafi fjölgað, upplifun, bókanir, hverjir eru kostir úrræðisins og annmarkar. Svörun tekur um það bil 10 mínútur. Engin svör eru rakin til […]

Hvað gerðist?

Flugið Á kjörtímabilinu lagðist flug af og er í dag skugginn af því sem áður var, eitthvað sem sjá hefði mátt fyrir en fékk að gerast með lítilli viðspyrnu. Nú mörgum mánuðum síðar sitjum við uppi með 1 ferð á dag 2-3 daga í viku sem er mikil afturför og þjónar því miður fáum. Eftir […]

Flugferðum fjölgar til Vestmannaeyja

Flugfélagið Ernir mun, í samráði við Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum, fjölga flugferðum um eina ferð í viku til og frá Vestmannaeyju frá og með 1. febrúar. Flogið verður því þrjá daga í viku, í stað tveggja, til og frá Eyjum, þ.e. mándaga, þriðjudaga og föstudaga. Upplýsingar um flugáætlun félagsins er að finna […]

Slakar flugsamgöngur og illa búið dýpkunarskip

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í gær en þar kom fram að flugfélagið Ernir hóf áætlanaflug til og frá Vestmannaeyjum þann 23. desember sl., að undangenginni verðkönnun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Flugið er starfrækt með sérstöku framlagi frá samgönguráðuneytinu vegna Covid. Dýpi í Landeyjahöfn hefur versnað og verður dýpkað þegar aðstæður leyfa. Bæjarstjóri […]

Samið um lágmarksflug til Vestmannaeyja fram á vor

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur samið við Flugfélagið Erni um lágmarksflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja til 1. júní á næsta ári. Farnar verða að tvær ferðir í viku, fram og til baka, á mánudögum og föstudögum. Fyrsta ferðin verður þó á fimmtudaginn kemur, á Þorláksmessu. Áætlunarflug á markaðslegum forsendum milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja lagðist af í […]

Skorar á ráðherra samgöngumála að ganga rösklega til verks

Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gerði flugsamgöngur við Vestmannaeyjar að umtalsefni í ræðu sinni á Alþingi í gær. Ræðuna má sjá hér að neðan: Herra forseti. Ég vil nota hér tækifærið til að ávarpa þingheim og minna á þá erfiðu og snúnu stöðu sem Vestmannaeyingar búa við varðandi samgöngur. Vestmannaeyjar eru eina sveitarfélag landsins […]

Gera verðkönnun á lágmarksflugsamgöngum til Vestmannaeyja

Eins og vitað er hafa flugsamgöngur til og frá Vestmannaeyjum legið niðri síðan Icelandair hætti áætlunarflugi í sumar. Síðan þá hefur Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, verið í reglulegum samskiptum við samgönguráðherra og fulltrúa Vegagerðarinnar um nauðsyn þess að hefja að nýju flugsamgöngur til og frá Vestmannaeyjum og ráðuneytið og stofnunin sýnt því skilning. Bæjarráð hefur jafnframt […]

Á­ætlunar­flug nauð­syn­legt Vest­manna­eyjum

Vestmannaeyjar er eina sveitarfélagið á Íslandi sem alfarið er staðsett á eyju og hefur þ.a.l. enga vegtengingu við meginlandið. Góðar samgöngur eru undirstaða búsetugæða samfélaga og hafa batnandi sjósamgöngur með tilkomu Landeyjahafnar og nýrrar ferju valdið því að aðsókn í flugið hefur farið minnkandi en áætlunarflug til Eyja frá Reykjavík hófst fyrst með Loftleiðum 12. […]

Flugið er og verður afar mikilvægt íbúum og atvinnulífinu

Flugvollur

Bæjarstjórn ræddi stöðu flugsamgangna milli Vestmannaeyja og meginlandsins og sendi frá sér sameiginlega bókun bæjarstjórnar um málið. “Flugsamgöngur við Vestmannaeyjar hafa legið niðri í tvo mánuði og er afar brýnt að þeim verði komið á sem allra fyrst með aðkomu ríkisins. Brúa þarf bilið á meðan unnið verður að varanlegri leið í sátt við stjórnvöld […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.