Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í Skerjafirði

Umræða um samgöngumál var meðal þess sem var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær en þar bar á góma áform ríkisins og Reykjavíkurborgar um að hefjast handa við undirbúning íbúðaruppbyggingar í Skerjafirði. Bæjarstórn sendi frá sér sameiginlega ályktun vegna málsins sem má lesa hér að neðan. Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar […]
Nýting flugsæta um 70%

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarstjórnar í vikunni en Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, gerði grein fyrir flugsamgöngum til og frá Eyjum. Flugið hefur verið ágætlega nýtt eftir að Flugfélagið Ernir hóf reglulegar flugsamgöngu til og frá Vestmannaeyjum þrisvar sinnum í viku. Flognar eru tvær ferðir á þriðjudögum, sú fyrri um morguninn og sú seinni […]
Leiðir til hraða orkuskiptum í flugi til skoðunar

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp sem er falið að skoða og leggja fram tillögur að því hvaða leiðir séu færar til að hraða orkuskiptum í flugi, með notkun endurnýjanlegs eldsneytis fyrir millilandaflug. Starfshópurinn á í störfum sínum að taka mið af stefnu stjórnvalda, sem og aðgerðaáætlunum um orkuskipti og í […]
Nýting flugsæta um 60%

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í vikunni. Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um gang flugsamgangna til Vestmannaeyja eftir að Flugfélagið Ernir hóf reglulegar flugsamgöngur til og frá Vestmannaeyjum. Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélaginu Erni hefur nýting flugsæta verið um 60%. Bæjarráð þakkar í niðurstöðu sinni fyrir upplýsingarnar og hvetur bæjarbúa, fyrirtæki og íþróttafélög til þess […]
Mýflug kaupir meirihluta í flugfélaginu Erni

lugfélagið Mýflug hefur ásamt öðrum fjárfesti keypt 77,1 prósent hlut í flugfélaginu Erni. Þetta staðfesta þeir Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis og Leifur Hallgrímsson, eigandi Mýflug við Fréttablaðið sem fyrst greindi frá málinu. „Það eru nokkrir fjárfestar sem við vorum að selja hluta af fyrirtækinu og Mýflug er einn af þeim. Með sölunni er verið að […]
Flug hefst að nýju til Vestmannaeyja

Flugfélagið Ernir hefur gert samkomulag við Samgöngu- og Sveitarstjórnarráðuneytið um flug til Eyja þrisvar sinnum í viku, tvö flug á þriðjudögum og eitt á föstudögum. Flug í kringum hátíðirnar verður með aðeins öðrum hætti en þegar föst áætlun byrjar í upphafi nýs árs og er fólki bent á áætlun og upplýsingar um flug á vefsíðu […]
Leita eftir verðtilboðum í flug þrjár ferðir í viku.

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í vikunni. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, greindi frá áherslu innviðaráðherra, um að tryggja tímabundið lágmarksþjónustu, skv. skilgreiningu ráðuneytisins, á flugleiðinni Reykjavík Vestmannaeyjar á meðan að markaðslegar forsendur eru ekki til staðar, enda flugið mikilvægt fyrir íbúa og atvinnulíf í Vestmannaeyjum yfir hörðustu vetrarmánuðina þegar mestar líkur eru á […]
Óforsvaranlegt að 4500 íbúa samfélag búi við skertar samgöngur

Bæjarstjórn ræddi stöðuna í samgöngumálum milli lands og Eyja. Lögð var fram sameiginleg bókun bæjarstjórnar: “Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir miklum vonbrigðum með núverandi stöðu samgangna við Eyjar. Öllum er ljóst að Herjólfur III hentar ekki vel til siglinga í Landeyjahöfn en þrátt fyrir það útvegaði Vegagerðin skipið til afleysinga fyrir nýja Herjólf. Á sama tíma er […]
Samgöngur við Vestmannaeyjar til umræðu á þingi

Guðrún Hafsteinsdóttir fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gerði samgöngur við Vestmannaeyjar að umræðuefni í ræðustól Alþingis í gær. Þar kemur hún inná þá stöðu sem skapaðist í samgöngum við Vestmannaeyjar í síðustu viku og skort á flugi milli lands og Eyja. Ræðuna í heild sinni má sjá hér að neðan: Virðulegi forseti. Ég tel mig […]
Hvar er flugið?

Eftir að Flugfélagið Ernir sem þjónaði flugleiðinni til Eyja svo vel árin 2010 til 2020 hefur verið annsi stopult flug. Ernir hættu að fljúga um mánaðarmótin ágúst, september árið 2020. Icelandair reið svo á vaðið og flaug yfir sumartíman árið 2021 og hætti svo í lok sumars. Flugfélagið Ernir flaug svo aftur í skamman tíma […]