Flugið framlengt út mars
Nú um mánaðamót rennur út samningur Vegagerðarinnar við Flugfélagið Erni um áætlunarflug til Vestmannaeyja. Nú hefur verið tryggt að ekki verði rof á þjónustunni og flogið verði út mars. Þetta staðfesti G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi hjá Vegagerðinni rétt í þessu við Eyjafréttir. “Það er búið að semja við Mýflug um flugið út mars mánuð. Þjónustan […]
Tvær flugvélar rákust saman við Vestmannaeyjar
Tvær einkaflugvélar rákust saman á flugi við Vestmannaeyjar í gær. Vélarnar, sem voru flughæfar eftir áreksturinn, lentu á Keflavíkurflugvelli í kjölfarið. Víkurfréttir greina frá þessu. Flugvélarnar, sem eru báðar á erlendri skráningu, eru af gerðinni Kingair B200. Flugmaður og einn farþegi voru í annarri vélinni en flugmaður í hinni, að því er fram kemur í […]
Bæjarstjórn lýsir yfir verulegum vonbrigðum með stöðu dýpkunarmála
Umræða um samgöngumál fór fram á fundir bæjarstjórnar í síðustu viku. Bæjarstjóri fór yfir stöðuna í samgöngumálum við Vestmannaeyjar sem hefur verið mjög þung undanfarna mánuði, siglingar í Landeyjahöfn hafa verið mikið skertar og höfnin oft lokuð vegna dýpis. Bæjarráð hefur óskað eftir gögnum frá Vegagerðinni um ástæður þess að illa gengur að dýpka. Höfnin […]
Samgöngufundi frestað vegna samgangna
Ákveðið hefur verið að fresta íbúafundi um samgöngur við Vestmannaeyjar, sem fyrirhugað var að halda í kvöld, vegna fjarveru innviðaráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ. Samgöngur milli lands og Eyja voru með þeim hætti í dag að þær hentuðu ekki ráðherranum. Þó er rétt að geta þess að bæði var siglt og flogið […]
Björgun að standa sig? – Fleiri flugferðir
„Siglingar Herjólfs til Landeyjahafnar hafa verið afar stopular frá því í október og þá fyrst og fremst vegna dýpis við hafnarmynni og í höfninni sjálfri. Þá hefur þurft að sigla til hafnarinnar á háflóði þegar önnur skilyrði eru til staðar. Öllum er ljóst að höfnin er ekki sú heilsárshöfn sem lofað var á sínum tíma. […]
Ernir hefur áætlunarflug til Eyja
Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja sem haldin var í gær kemur fram að vegagerðin hefur tekið verðtilboði frá flugfélaginu Erni og stefnt er að því að áætlunarflug hefjist nk. sunnudag. Um er að ræða fjórar ferðir í viku. Bæjarráð fangar því að flugfélagið Ernir ætli að hefja áætlunarflug til Eyja og lítur á þetta sem fyrsta […]
Kanna áætlunarflug fram í febrúar
Umræða um samgöngumál var meðal efnis á fundi bæjarráðs í gær. Fram kom að Innviðaráðuneytið hefur unnið að því síðustu daga að finna lausn á þeim vanda sem bilun í Herjólfi hefur á samgöngur til og frá Vestmannaeyjum. Hluti af þeirri lausn er að koma á flugi frá 30. nóvember-6. desember. Ráðuneytið hefur falið Vegagerðinni […]
Loksins hillir undir flug
„Samgöngur til Vestmannaeyja eru okkar lífæð og er ástandið í dag langt frá því að vera ásættanlegt,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri á Fésbókarsíðu sinni. „Innviðaráðuneytið staðfesti á fundi í morgun að ætlunin sé að hefja flug til Eyja í byrjun desember. Við bíðum eftir upplýsingum um nánari útfærslu. Einnig var óskað eftir því við ráðuneytið […]
ÓFÆRT
Áætlunarflug til Vestmannaeyja í sinni hefðbundnu mynd hefur legið niðri frá því að Ernir hætti að fljúga til Vestmannaeyja haustið 2020 ef frá eru taldir þeir samningar sem samgönguráðuneytið gerði á sínum tíma annars vegar við Icelandair og hins vegar Erni um lágmarksflug til Eyja í örfáa daga á viku. Ekkert reglulegt flug hefur verið […]
Bæjarráð lýsir vonbrigðum með dýpkun Landeyjahafnar
Bæjarráð fór yfir stöðuna varðandi dýpkun og stöðu á Landeyjahöfn á fundi sínum í vikunni sem leið. Bæjarráð lýsir í niðurstöðu sinni um málið vonbrigðum með að dýpkun Landeyjahafnar sé enn og aftur ekki sinnt eins og sífellt er lofað. Sú staða sem upp kom í lok október, og varir enn, sýnir enn og aftur […]