Ráðherrar og þingmenn þurfa að beita sér

Ákvörðun Icelandair að hætta öllu áætlunarflugi til Vestmannaeyja frá og með 31. ágúst sl var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku. Sú ákvörðun var mikil vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess að félagið hafði áður gefið út að flogið yrði á markaðslegum forsendum út september. Í kjölfarið óskaði bæjarstjóri f.h. bæjarráðs eftir fundi með […]

Ef fullreynt er að fljúga á markaðslegum forsendum þarf að bregðast við því

Bæjarráð ræddi á fundi sínum á miðvikudag ákvörðun Icelandair um að hætta öllu áætlunarflugi til og frá Vestmannaeyjum, 31. ágúst. Ákvörðunin er vissulega mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyinga, en eftirspurn eftir flugi milli lands og Eyja var undir þeim væntingum sem Icelandair hafði gert ráð fyrir. Það er að mati flugfélagsins fjárhagslega ómögulegt að halda úti […]

Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja

Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja nú í lok ágústmánaðar og lýkur sumaráætlun mánuði fyrr en ráðgert var. Þetta er vegna dræmrar eftirspurnar og er óvíst hvort félagið taki upp þráðinn að nýju næsta sumar. Vefsíðan Flugblogg greindi fyrst frá málinu og vitnar í Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. „Við ákváðum að ljúka sumaráætlun okkar fyrr en […]

Stóraukin flugtíðni

Bæjarstjóri fór yfir stöðu flugsamgangna til og frá Vestmannaeyjum á fundi bæjarráðs í gær. Flugsamgöngur eru mikilvægar fyrir Vestmannaeyjar. Nú hefur um nokkurt skeið verið haldið úti flugsamgöngum með sérstöku framlagi frá samgönguráðuneytinu vegna covid. Það framlag hefur gert Icelandair kleift að fljúga tvisvar sinnum í viku. Nú ætlar Icelandair að stórauka flugtíðni á markaðslegum […]

Fundað um innanlandsflug í Vestmannaeyjum

Aðalfundur Isavia Innanlandsflugvalla var haldinn í Vestmannaeyjum föstudaginn 12. mars. Þann sama dag funduðu Sigrún Björk Jakobsdóttir framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla og stjórn félagsins, þau Matthías Imsland stjórnarformaður og meðstjórnendur Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Eva Pandora Baldursdóttir, með Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, bæjarstjórn og ferðamálasamtökum Vestmannaeyja. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sat fundinn einnig. […]

Tekist á um aðstoð Vestmannaeyjabæjar við Air Iceland Connect

Bæjarráð samþykkti þann 18. febrúar aðkomu Vestmannaeyjabæjar að áætlunarflugi Air Iceland Connect sem hefst í apríl á þessu ári. Óskað var eftir samstarfi við Vestmannaeyjabæ um samnýtingu starfsmanna um aðstoð við móttöku véla þrjá virka morgna í viku, tvær klukkustundir í senn. Málið var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Við það tilefni […]

Vestmannaeyjabær skaffar Air Iceland Connect starfsfólk

Bæjarstjóri fór á fundi bæjarráðs í gær yfir beiðni Air Iceland Connect um aðkomu Vestmannaeyjabæjar að áætlunarflugi félagsins sem hefst í apríl á þessu ári. Óskað var eftir samstarfi við Vestmannaeyjabæ um samnýtingu starfsmanna um aðstoð við móttöku véla þrjá virka morgna í viku, tvær klukkustundir í senn. Um yrði að ræða tímabundið verkefni Vestmannaeyjabæjar […]

Stefnt að því að hefja flug í næstu viku

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið mun semja við Icelandair um lágmarksflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja til 1. maí á næsta ári. Farnar verða að tvær ferðir í viku, fram og til baka. Stefnt er að því að flugið hefjist í næstu viku. Áætlunarflug á markaðslegum forsendum milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja lagðist af í september vegna minni eftirspurnar sem […]

Tryggja tímabundna lágmarksflugtíðni

Fram kom á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag að bæjarstjóri hefur átt fundi og samtöl við samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að tryggja lágmarksflug til Vestmannaeyja yfir vetrarmánuðina, þar sem flugfélögin sjá sér ekki fært að halda út áætlunarflugi á markaðslegum forsendum eingöngu í því ástandi sem Covid hefur skapað. Jafnframt hefur bæjarstjóri óskað eftir við ráðherra […]

Viðbragða ráðherra um flugsamgöngur að vænta á næstu dögum

Bæjarstjóri greindi frá erindi til samgönguráðherra á fundi bæjarráðs í vikunni. Þar sem þess er farið á leit að ráðherra beiti sér fyrir nauðsynlegu fjármagni úr ríkissjóði til þess að halda uppi reglulegum flugsamgöngum milli lands og Eyja þar til flugfélögin sjá sér fært að hefja áætlunarflug á markaðslegum forsendum. Jafnframt greindi bæjarstjóri frá fundi […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.