Vefsíðan Flugblogg greindi fyrst frá málinu og vitnar í Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. „Við ákváðum að ljúka sumaráætlun okkar fyrr en upphaflega var áætlað, það er í lok ágúst, vegna þess að það stefndi í takmarkaða eftirspurn í september,“ segir Ásdís Ýr í svari við fyrirspurn Flugblogg: „Við höfum ekki enn tekið ákvörðun varðandi þessa leið fyrir næsta sumar.“
Írisi Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja hefur óskað eftir fundi með ráðherra og vegamálastjóra vegna málsins.