Bæjarstjóri fór yfir stöðu flugsamgangna til og frá Vestmannaeyjum á fundi bæjarráðs í gær. Flugsamgöngur eru mikilvægar fyrir Vestmannaeyjar. Nú hefur um nokkurt skeið verið haldið úti flugsamgöngum með sérstöku framlagi frá samgönguráðuneytinu vegna covid. Það framlag hefur gert Icelandair kleift að fljúga tvisvar sinnum í viku.
Nú ætlar Icelandair að stórauka flugtíðni á markaðslegum forsendum til og frá Vestmannaeyjum og mun ferðum fjölga á næstu dögum. Til stendur að fljúga tvær ferðir á dag, fjóra daga vikunnar, og auðveldar það bæjarbúum og fyrirtækjum til muna að sækja þjónustu til höfuðborgarsvæðisins. Félagið mun kynna Vestmannaeyjar sem ákjósanlegan kost fyrir ferðamenn í sumar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst