Blómlegt rokk í Eyjum
Rokkarinn Arnar Júlíusson setti saman þessa áugaverðu samantekt um starfandi rokkhljómsveitir í Vestmannaeyjum sem hann birti á facebook. Okkur fanst þessi samantekt eiga erindi við fleiri svo við birtum hana í heild sinni í samráði við Arnar. “Stundum velti ég því fyrir mér hvort eyjamenn geri sér fyllilega grein fyrir því hvað það er mikil […]
Foreign Monkeys afkastamiklir – Breiðskífa væntanleg
Árið 2022 hefur verið nokkuð viðburðaríkt hjá eyjasveitinni Foreign Monkeys. Sveitin sem samanstendur af þeim Gísla Stefánssyni, Boga Ágústi Rúnarssyni og Víði Heiðdal Nenonen hefur sent frá sér þrjár smáskífur sem af er ári og sú fjórða „HIGH“ er á leiðinni 21. október nk. Enn sem komið er hafa smáskífurnar aðeins komið út stafrænt á […]
Nýtt sjóðheitt lag frá Foreign Monkeys
Í dag, föstudaginn 12. ágúst, kemur út nýtt lag með Foreign Monkeys og nefnist það FEEL GOOD. Lagið er að finna á Spotify og öllum öðrum helstu streymisveitum. Lagið er þriðja smáskífa Foreign Monkeys þetta árið, og er óhætt að segja að hér sé á ferð partýslagari af gamla skólanum í bland við blúsaðan fíling […]
Foreign Monkeys, Molda, Merkúr og False Majesty á Háaloftinu í kvöld
Efnt verður til sannkallaðrar rokkveislu á Háaloftinu í kvöld, síðasta vetrardag 20. apríl kl. 20:30 þegar rokksveitir eyjanna Foreign Monkeys, Molda, Merkúr og False Majesty stíga á svið. Húsið opnar kl. 20:30 og er forsala enn í gangi á tix.is. Miðaverð í forsölu eru kr. 2.500 en kr. 3.000 við hurð. Sveitirnar lofa kraftmiklum tónleikum […]
Glæsilegir tónleikar í kvöld
Í kvöld fara fram tónleikar í Höllinni til styrktar Krabbavarnar í Vestmannaeyjum. Húsið opnar 19:30 en tónleikarnir hefjast klukkan 20:00. Meðal þeirra sem koma fram eru Foreign Monkeys, Júníus Meyvant, Helga, Arnór og hipparnir, Blítt og létt, Merkúr, Molda og Eyjabítlarnir. En Bjarni Ólafur er kynnir kvöldsins. Hægt verður að taka þátt í happadrætti en […]
Myndband við Those That Suffer komið út
Foreign Monkeys hafa sent frá sér tónlistarmyndband við sitt nýjasta lag, Those That Suffer, en það kom út fyrir tveimur vikum síðan. Myndbandið geymir ferðasöguna á bakvið þegar lagið var hljóðritað en lagið var tekið upp í Álsey, einni útey Vestmannaeyja, sumarið 2020. Gottskálk Daði Bernhöft Reynisson annaðist upptökur og vinnslu á myndbandinu. Lagið hefur […]
Nýtt lag frá Foreign Monkeys
Foreign Monkeys hafa sent frá sér nýtt lag sem ber nafnið Those That Suffer og er það að finna á Spotify og öðrum helstu tónlistarveitum. Lagið var hljóðritað ásamt fjölda annara nýrra laga í Álsey, einni af úteyjum Vestmannaeyja síðsumar 2020 og var ferlið kvikmyndað í bak og fyrir. Á næstu dögum kemur svo út […]
Vestmannaeyjar
Það er alltaf gaman að því þegar tónlistarperlum okkar Eyjamanna er gert hátt undir höfði. Athafnamaðurinn Magnús Bragason á frumkvæði af þessari skemmtilegu útsetningu á laginu Vestmannaeyjar eftir Arnór Helgason en Gísli bróðir hans gerði laginu skil með blokkflautuleik sínum. Það er best að gefa Magnúsi orðið: (meira…)
Foreign Monkeys með tónleika á Háaloftinu á föstudagskvöld
Foreign Monkeys munu halda tónleika föstudagskvöldið nk. 29. nóvember á Háaloftinu. Sveitin mun flytja lög af nýrri plötu ásamt eldri slögurum og án nokkurs vafa mun hin vinsæla ábreiða sveitarinnar af Nú meikaru það Gústi fá að hljóma. Foreign Monkeys gáfu út myndband á dögunum við lag sitt Return þar sem Hreggviður Óli Ingibergsson fer […]
Foreign Monkeys senda frá sér nýtt myndband
Í morgun kom út á helstu miðlum nýtt myndaband við lag Foreign Monkeys, Return. Aðalleikari myndbandsins er rafvirkinn og “method” leikarinn Hreggviður Óli Ingibergsson. Hreggviður sagði í samtali við helstu miðla í morgun að hann hafi aðeins sett drengjunum í Foreign Monkeys eitt skilyrði fyrir að leika í myndbandinu. „Ég yrði að fá að deyja […]