ÍBV leikur á Vestfjörðum í dag

Karlalið ÍBV í fótbolta leikur við Vestra á Ísafirði í dag. Leikurinn hefst kl. 14.00 og hægt er að horfa á leikinn með því að kaupa aðgang á lengjudeildin.is. Búast má við spennandi leik en einungis munar einu stigi á liðunum, ÍBV er í fjórða sæti með 13 stig en Vestri er í því sjötta […]
Auður valin í A-landsliðið

Auður Sveinbjörnsdóttir Scehving hefur verið valin í A-landslið kvenna fyrir komandi æfingaleiki gegn Írlandi, sem leiknir verða á Laugardalsvelli 11. og 15. júní. Auður hefur leikið frábærlega á leiktíðinni fyrir ÍBV. Auður er ein þriggja markvarða í liðinu en þetta er í fyrsta skiptið sem Auður fær kallið í A-landslið kvenna. Eyjakonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir […]
Stelpurnar mæta Val á Hásteinsvelli

Í kvöld fer fram á Hásteinsvelli leikur ÍBV og Vals. Valur er sem stendur í öðru sæti Pepsí Max deildarinnar með sjö stig en ÍBV er í fimmta sæti með þrjú stig bæði lið hafa leikið þrjá leiki. Flautað verður til leiks klukkan 18:00 á Hásteinsvelli, leikurinn einnig sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. […]
Slóvensk landsliðskona til ÍBV

Slóvenska knattspyrnukonan Kristina Erman hefur gengið til liðs við ÍBV og mun styrkja liðið fyrir komandi átök í Pepsi Max-deild kvenna. Kristina er 27 ára gömul og leikur í stöðu bakvarðar, hún hefur leikið á þriðja tug landsleikja fyrir Slóveníu Kristina lék síðast með ASD Calcio Pomigliano í Serie B á Ítalíu. Þar áður lék […]
Stelpurnar mæta á Sauðárkrók

ÍBV stelpurnar mæta nýliðum Tindastóls á Sauðárkróki í Pepsí max deild kvenna í dag klukkan 13:00. Í fyrsta sinn í sögunni á Sauðárkrókur lið í efstu deild í knattspyrnu. Uppgangurinn hefur verið mikill og hraður í kvennaliði Tindastóls á síðustu árum en liðið var í C-deildinni sumarið 2018. (meira…)
Fyrsti heimaleikur hjá strákunum

ÍBV strákarnir taka á móti Fram á Hásteinsvelli í dag í annari umferð Lengjudeildarinnar. ÍBV er án stiga eftir tap gegn Grindavík í fyrstu umferð. Flautað verður til leiks klukkan 18:00 en beina útsendingu frá leiknum má finna á Lengjudeildin.is. (meira…)
Allir leikir í Lengjudeild verða aðgengilegir í beinni útsendingu

ÍBV heimsækir Grindavík í fyrstu umferð lengjudeildarinnar klukkan 18:00 í dag. Allir leikir í Lengjudeild karla og kvenna verða aðgengilegir í beinni útsendingu í sumar á vefsíðunnu Lengjudeild.is. Á þessari síðu verður allt streymi frá Lengjudeild karla og kvenna á einum stað. Einn leikur í hverri umferð verður í opinni dagskrá í boði Lengjunnar. Félögin munu […]
ÍBV – Stolt Eyjanna

Það hafa komið þeir tímar að erfitt hefur verið að vera hvort tveggja stuðningsmaður Arsenal og ÍBV. Hafandi stutt þessi lið í áratugi þá hefur maður upplifað bæði hæðir og lægðir; jafnvel svo að um munar. Í síðustu viku munaði minnstu að ég afmunstraði mig varanlega úr skipsrúmi hjá Arsenal, þ.e. þegar félagið hugðist rífa […]
Gary Martin látinn fara

Knattspyrnuráð ÍBV hefur rift samningi félagsins við Gary John Martin. Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV. Gary skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við ÍBV í vetur en hún hefur nú verið rift. Ákvörðun félagsins um riftun samnings má rekja til agabrots leikmannsins sem ekki verður samræmt skuldbindingum hans við félagið. (meira…)
ÍBV mætir Reyni Sandgerði í Mjólkurbikarnum

Í dag fer fram fyrsti bikarleikur sumarsins en þá mætast ÍBV og Reynir Sandgerði á Hásteinsvelli í Mjólkurbikarnum. Leikurinn hefst kl. 14:00 og verða áhorfendur leyfðir á leiknum. (meira…)