Strákarnir heimsækja Þórsara í dag

Karlalið ÍBV mætir Þór á Þórsvellinum á Akureyri klukkan 14:00 í dag. ÍBV strákarnir eru taplausir í efsta sætinum en liðið gerði jafntefli við Grindavík í síðustu umferð. Þórsarar sitja í fimmta sæti deildarinnar. (meira…)
Leikur ÍBV og Blika færður vegna verkfalls

Í dag klukkan 17.30 mætast á Hásteinsvelli í Pepsí Max deild kvennalið ÍBV og Breiðabliks. Leikurinn var upphaflega settur á klukkan 18:00 en var færður þar sem Blikar þurfa að fljúga í leikinn vegna verkfalls um borð í Herjólfi. Blikar eru sem stendur í toppbaráttu deildarinnar en ÍBV í áttunda sæti með þrjú stig eftir […]
Grindvíkingar koma í heimsókn

Grindvíkingar koma í heimsókn á Hásteinsvöll í dag klukkan 16:00. Eyjamenn eru með fullt hús stiga á toppi Lengjudeildarinnar í knattspyrnu eftir sigur á móti leikni í síðustu umferð. Grindvíkingar sitja í sjött sæti deildarinnar með 7 stig úr fjórum leikjum. (meira…)
ÍBV mætir Val í Mjólkurbikar kvenna

ÍBV stelpur heimsækja Val á Hlíðarenda í dag í Mjólkurbikarnum. Ljóst er að um krefjandi verkefni er að ræða hjá stelpunum því Valsarar sitja í toppsæti efstu deildar með fullt hús stiga eftir fimm leiki en ÍBV er í áttunda sæti með þrjú stig eftir fjóra leiki. Leikurinn hefst klukkan 18:00. (meira…)
Gary Martin biðst afsökunar

Mikið hefur verið rætt á samfélgasmiðlum um þriðja mark ÍBV í 2-4 sigri liðsins gegn Leikni í gær. Það var sóknarmaðurinn Gary Martin sem skoraði markið með hendinni. Gary hefur nú stigið fram og beðið Leiknismenn afsökunar á markinu í færslu á Twitter í gærkvöldi. Gary segist ekki vera stoltur af markinu en neitar því […]
Fóru í Landeyjahöfn á tuðrum

Karlalið ÍBV í fótbolta mætir Leikni klukkan 18:00 í dag. Þar sem Herjólfur siglir ekki milli Lands og Eyja vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi brugðu ÍBV menn á það ráð að ferðast í Landeyjahöfn með tuðrum til að ná í leikinn. Góður andi var í hópnum þegar blaðamaður hitti á leikmenn við brottför enda allar […]
ÍBV heimsækir KA í Mjólkurbikarnum

Dregið var í 16 liða úrslit Mjólkurbikars karla í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Leikirnir fara fram 30. og 31. júlí. Leikirnir Fram – Fylkir HK – Afturelding FH – Þór Breiðablik – Grótta KA – ÍBV Víkingur R. – Stjarnan KR – Fjölnir Valur – ÍA (meira…)
Eyjalið Gunnars Heiðars lagði FC Ísland (myndir)

Kempuliðið FC Ísland spilaði sinn fyrsta leikinn sinn í Vestmannaeyjum í gær og skemmst er frá því að segja að liðið mætti ofjörlum sínum í leiknum. Eyjalið Gunnars Heiðars sigraði 7-4 og var sterkara á öllum sviðum. Verkefnið er partur af þáttaröð um íslenska knattspyrnu verður sýnd á Stöð 2 í sumar og hefur hún […]
Fjölmennt Orkumót farið af stað

Orkumótið hófst í morgun en þar keppa drengir á aldrinum 9-10 ára. “Þátttakan á mótinu í ár er góð en það verða 104 lið frá 34 félögum, til stóð að það yrðu 112 lið en þeim fækkaði um 8 eftir covid, sagði Sigríður Inga Kristmannsdóttir, mótsstjóri” “Við erum að keyra á sama prógrammi varðandi sóttvarnir […]
ÍBV áfram í bikarnum

ÍBV lagði lið Tindastóls á Hásteinsvelli í Mjólkurbikarnum í kvöld. Jón Ingason skoraði fyrsta mark ÍBV snemma leiks og þannig var staðan í hálfleik þó svo að ÍBV hafi fengið nokkur tækifæri til að auka muninn. ÍBV liðið var svo mun sterkara í seinnihálfleik og varð loka niðurstaðan 7-0. Gary Martin gerði sér lítið fyrir […]