Mikið hefur verið rætt á samfélgasmiðlum um þriðja mark ÍBV í 2-4 sigri liðsins gegn Leikni í gær. Það var sóknarmaðurinn Gary Martin sem skoraði markið með hendinni. Gary hefur nú stigið fram og beðið Leiknismenn afsökunar á markinu í færslu á Twitter í gærkvöldi. Gary segist ekki vera stoltur af markinu en neitar því þó að vera svindlari því einungis hafi verið um viðbragð að ræða. Færsluna má sjá hér að neðan.
Eyjamenn eru með fullt hús stiga á toppi Lengjudeildarinnar í knattspyrnu eftir sigurinn í gær. ÍBV mætir Grindavík á Hásteinsvelli á sunnudag.
Not proud of it , im not a cheat it’s a reaction … sorry @LeiknirRvkFC https://t.co/jS6yeyde1h
— Gaz Martin (@G10bov) July 7, 2020
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst