Tíu ungir iðkendur semja

Tíu ungir iðkendur knattspyrnudeildar skrifuðu undir tveggja ára samninga við deildina í gær, er um að ræða svokallaða ungmennasamninga en iðkendurnir eru allir í 2. flokki ÍBV, karla og kvenna. Margir leikmannanna hafa nú þegar leikið sinn fyrsta leik fyrir ÍBV og nokkrir sinn fyrsta leik fyrir KFS. Á síðustu dögum hafa leikmenn og foreldrar […]
Herra og Konukvöld fótboltans

Herrakvöld fótboltans fer fram 24. mars! Leikararnir Kári Viðars og Tryggvi Rafns verða veislustjórar. Eyþór Ingi mun stíga á svið með tónlistaratriði og þá mun enginn annar en Einar Fidda vera ræðumaðurkvöldsins. Happdrætti og leikmannakynning verður á sínum stað. Sama kvöld fer fram konukvöld ÍBV. Veislustjóri verður enginn annar en Eyþór Ingi! Sara og Una taka […]
Sísí Lára hætt

Knattspyrnukonan Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna frægu. Hún greindi frá þessu í færslu á Facebook síðu sinni rétt í þessu. Tilkynninguna má lesa hér að neðan: ÉG hef tekið þà erfiðu ákvörðun að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Eftir ráðleggingar frá lækni finn ég að það er kominn tími til að […]
ÍBV fyrsta kvennaliðið til að fá Drago styttuna

Meistaraflokkur kvenna hjá ÍBV fékk Drago styttuna að launum fyrir að vera það lið í Bestu deild kvenna sem sýndi mesta háttvísi á leiktímabilinu 2022. Til að reikna út hver hlýtur Drago styttuna eru gul og rauð spjöld hvers lið lögð saman og það lið sem hefur hlotið fæst spjöld vinnur styttuna. Stytta er veitt […]
Sigurður Grétar framlengir

Eyjamaðurinn Sigurður Grétar Benónýsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV út knattspyrnutímabilið 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Sigurður er 26 ára gamall sóknarmaður sem hefur verið leikmaður ÍBV alla ævi hérlendis ef fráskilið er tímabilið 2020 þar sem Siggi lék með Vestra. Hann hefur skorað 8 mörk í 45 KSÍ leikjum […]
Tómas Bent Magnússon gerir þriggja ára samning

Eyjamaðurinn Tómas Bent Magnússon hefur skrifað undir þriggja ára samning við ÍBV og mun hann því leika með liðinu út leiktímabilið 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Tómas er 20 ára miðjumaður sem er þó mjög fjölhæfur og getur leikið fleiri stöður á vellinum. Tómas lék 14 leiki með ÍBV og KFS á […]
Júlíana framlengir til loka ársins 2024

Júlíana Sveinsdóttir hefur framlengt samning sinn við ÍBV til loka ársins 2024. Fréttirnar eru mikil gleðitíðindi eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ÍBV. Júlíana sem er 25 ára varnarmaður lék frábærlega í liði ÍBV á síðustu leiktíð en hún hefur verið traustur leikmaður liðsins undanfarin ár, eða allt frá því að hún lék […]
Leikmaður ársins framlengir

Leikmaður ársins hjá ÍBV, Haley Thomas, hefur ákveðið að taka slaginn með liðinu á komandi leiktíð. Haley, sem var fyrirliði liðsins og lék frábærlega á tímabilinu 2022, er 23 ára bandarískur miðvörður. Haley kom til ÍBV fyrir tímabilið 2022 frá Weber State University og lék hverja einustu mínútu í leikjum ÍBV á tímabilinu í hjarta […]
Sverrir Páll til ÍBV

Sverrir Páll Hjaltested hefur samið við ÍBV til þriggja ára en hann kemur frá Val. Sverrir er orkumikill framherji sem mun smellpassa í þá hugmyndafræði sem er í gangi hjá ÍBV og er mikil ánægja hjá bæði ráði og í þjáfarateymi með komu hans. Segir meðal annars í tilkynningu frá ÍBV. Í fyrra lék Sverrir […]
Andri Rúnar kveður ÍBV

ÍBV og Andri Rúnar Bjarnason hafa samið um starfslok leikmannsins hjá félaginu. Andri kom til ÍBV fyrir ári síðan og lék með liðinu í Bestu deildinni þar sem hann skoraði 10 mörk. Eftir tímabilið leitaði Andri til okkar vegna breyttra aðstæðna hjá sér og gekk vel að leysa úr hans málum hjá félaginu. Þrátt fyrir […]