ÍBV og Andri Rúnar Bjarnason hafa samið um starfslok leikmannsins hjá félaginu. Andri kom til ÍBV fyrir ári síðan og lék með liðinu í Bestu deildinni þar sem hann skoraði 10 mörk. Eftir tímabilið leitaði Andri til okkar vegna breyttra aðstæðna hjá sér og gekk vel að leysa úr hans málum hjá félaginu. Þrátt fyrir stuðning við hann og hans fjölskyldu er eftirsjá af Andra, enda öflugur leikmaður og vinsæll hjá félaginu. Við óskum Andra velfarnaðar í framtíðinu og þökkum fyrir samstarfið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst