Júlíana Sveinsdóttir hefur framlengt samning sinn við ÍBV til loka ársins 2024. Fréttirnar eru mikil gleðitíðindi eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ÍBV. Júlíana sem er 25 ára varnarmaður lék frábærlega í liði ÍBV á síðustu leiktíð en hún hefur verið traustur leikmaður liðsins undanfarin ár, eða allt frá því að hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2015. Hún var mikilvægur hlekkur í liðum ÍBV árin 2016 og 2017 er liðið fór alla leið í úrslit Borgunarbikarsins, silfurmedalía árið 2016 og bikarmeistaratitill 2017. Júlíana lék í öllum 20 leikjum ÍBV á leiktíðinni 2022 og skoraði eitt mark, gegn Breiðabliki, sem reyndist sigurmark á Kópavogsvelli. Hún hefur leikið 108 efstu deildarleiki fyrir ÍBV og þá hefur hún leikið 16 leiki í bikar- og meistarakeppni KSÍ.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst