Rekstrarkostnaður leikskólaplássa aukist verulega milli ára

Á fundi Fræðsluráðs Vestmannaeyja var farið yfir umsóknir í leikskóla og stöðu inntökumála. Framkæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusvið fór yfir vinnuskjal með upplýsingum um rekstararkostnað leikskólaplássa sem hefur aukist verulega milli ára, m.a. vegna fjölgunar barna í yngsta aldurshópi. Jafnframt fór hann yfir kostnaðartölur við leikskólavist hvers árgangs. Ráðið óskar eftir því að það verði útfært […]

Ánægja með fræðsluerindi um kvíða barna og unglinga

Starfsfólk grunnskóla, leikskóla og frístundavers sat fróðlegt erindi um kvíða barna og unglinga Þann 26. apríl sl. var sameiginleg fræðsla fyrir starfsfólk leikskóla, grunnskóla og frístundavers og var það liður í endurmenntunaráætlun skólaþjónustu. Ragnheiður Helga Sæmundsdóttir, sálfræðingur var með fræðsluerindi um kvíða barna og unglinga. Markmið fræðslunnar var að auka skilning á helstu einkennum kvíða […]

Tilnefningar til Hvatningarverðlauna fræðsluráðs óskast

Veistu af áhugaverðum þróunar- og nýbreytniverkefnum í GRV, leikskólum, Tónlistarskóla eða Frístundaveri sem þú vilt vekja athugli á? Hægt er að tilnefna kennara, kennarahópa, leiðbeinendur og starfsfólk í leikskólum, Grunnskóla Vestmannaeyja, Tónlistarskóla og Frístund. Allir geta tilnefnt til verðlaunanna, s.s. foreldrar, ömmur og afar, nemendur, stofnanir, samtök, starfsfólk Vestmannaeyjabæjar, þ.m.t. starfsfólk í leikskólum, grunnskóla, Tónlistarskóla […]

Framtíðarsýn og áherslur í menntamálum

Fræðsluráð fundaði á miðvikudag þar fóru fram umræður um skipun faghóps sem mun stýra vinnu við gerð nýrrar framtíðarsýnar í menntamálum. Í niðurstaða ráðsins kemur fram að núverandi framtíðarsýn í menntamálum rennur út á árinu. Rætt var um nýja framtíðarsýn og þá þætti sem leggja ætti áherslu á, þ.e. læsi, stærðfræði, snemmtæka íhlutun og tæknimennt. […]

Lögðu fram tillögu um framtíðarsýn í húsnæðismálum GRV

Á fundi fræðsluráðs í gæt óskuðu fulltrúar D-listans eftir umræðu um framtíðarsýn í húsnæðismálum GRV. Rætt var hugmynd um stækkun húsnæðis Hamarsskóla með það í huga að færa lengda vistun eftir skóla (Frístundaver) og tónlistarnám (Tónlistarskóla Vestmannaeyja) auk salar, eldhúss og matsalar inn í skólann. Upprunaleg grunnmynd af Hamarsskóla gerir ráð fyrir slíka stækkun í […]

Enn tefjast framkvæmdir á húsnæði Kirkjugerðis

Á fundi fræðsluráðs í gær var farið yfirstöðuna á framkvæmdum við Kirkjugerði. Verkið sem átti að taka 1-2 mánuð og unnið að mestu í sumarfríi starfsfólks og kennara er enn ekki búið og klárast í byrjun næsta árs. „Í ár var farið í mikilvægar breytingar á húsnæði Kirkjugerðis og leikskólinn stækkaður um eina deild. Markmið […]

Framkvæmdum ekki lokið nú þegar skólarnir eru að byrja

Vestmannaeyjabær fór í margar endurbætur á skólabyggingum sínum í sumar. Á Kirkjugerði eru miklar framkvæmdir sem og í Barnaskólanum, en einnig er verið að bæta aðstöðuna á Víkinni. Nánast enginn framkvæmd hefur verið kláruð nú þegar skólarnir eru að byrja, en leikskólarnir byrjuðu í morgun. Aðspurður um ástæður fyrir þessu sagði Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.