Á fundi fræðsluráðs í gær var farið yfirstöðuna á framkvæmdum við Kirkjugerði. Verkið sem átti að taka 1-2 mánuð og unnið að mestu í sumarfríi starfsfólks og kennara er enn ekki búið og klárast í byrjun næsta árs.
„Í ár var farið í mikilvægar breytingar á húsnæði Kirkjugerðis og leikskólinn stækkaður um eina deild. Markmið þessarar breytinga var annars vegar að bæta kaffistofu og vinnuaðstöðu starfsmanna, koma upp stærra og betra eldhúsi, stækka leiksal barnanna og hins vegar að fjölga deildum með það í huga að geta tekið fleiri börn inn. Allar slíkar breytingar og framkvæmdir eru erfiðar og viðkvæmar þar sem framkvæmdatími er stuttur og mikilvægt að hann komi sem minnst niður á starfseminni og öryggi hennar,“ segir í bókun.
Ráðið biður foreldra, börn og starfsmenn afsökunar á þessum töfum
„Því miður hafa áætlanir um framkvæmdatíma ekki staðist og verkinu ekki lokið þrátt fyrir að áætlaður verktími hafi verið um 1 – 2 mánuðir. Áhersla er á að tryggja starfsemi leikskólans og öryggi barna og hafa starfsmenn Kirkjugerðis lagt sig fram við að það sé hægt. Mikið álag er á starfsmönnum og rétt er að færa þeim sérstakar þakkir fyrir þeirra framlag til að starfsemin geti gengið. Þrátt fyrir mikinn þrýsting á verktaka að klára verkið er ljóst að það klárast ekki að fullu fyrir áramótin. Á næstu tveimur vikum mun öll innanhússverk varðandi nýju leikskóladeildina, leiksal barna og kaffistofu starfsmanna ljúka en tafir verða á nýju eldhúsi og vinnuaðstöðu kennara. Gripið verður til ráðstafana með vinnustöðu kennara og stefnt að því að ljúka nýju eldhúsi og vinnuaðstöðu kennara eigi síðar en í febrúar/mars 2019. Ef frekari seinkun verður á þessum breytingum getur það haft áhrif á inntöku barna í janúar. Ráðið harmar þessa seinkun og felur framkvæmdastjóra sviðs og starfsmönnum Umhverfis- og framkvæmdasviðs að halda áfram að beita þrýstingi til að framkvæmdum ljúki sem allra fyrst. Ráðið biður foreldra, börn og starfsmenn afsökunar á þessum töfum en leggur áherslu á að löngu tímabærar breytingar og stækkun leikskólans mun bæta leikskólastarf skólans til muna,“ segir í bókun ráðsins sem má lesa hérna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst