Dóra Björk ráðin hafnarstjóri

Geirlaug Jóhannsdóttir frá Hagvangi mætti á fjarfundi  á fund framkvæmda og hafnarráðs sem fram fór í gær. Þar greindi hún frá niðurstöðum á mati á umsækjendum um stöðu hafnarstjóra en 5 umsóknir bárust en umsækjendur voru: Andrés Þorsteinn Sigurðsson, Dóra Björk Gunnarsdóttir, Guðni Grímsson, Sigurður Ingason, Sindri Ólafsson. Fór Geirlaug ítarlega yfir ráðningarferlið og þá […]

Óafturkræft skemmdarverk í sögu skipasmíða í Eyjum

Stjórn Hollvina Húna II á Akureyri og Stjórn Hollvina Magna í Reykjavík skora á stjórn Minjastofnunnar og Framkvæmda-og hafnarráð Vestmannaeyja að falla frá því að farga Blátindi. Vestmannaeyjar hafa verið ein stærsta verstöð landsins um aldir enda er þaðan skammt í gjöful fiskimið. Blátindur sem smíðaður var í Dráttarbraut Vestmannaeyja árið 1947, 45 rúmlestir að […]

Búið að reka niður stálþil við Skipalyftukannt

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja fundaði skömmu fyrir jól þar kom fram að verktaki við rekstur stálþils á Skipalyftukanti hefur lokið verkinu. Aðeins var frávik frá útboðsgögnum vegna skemmdra stálþilsplatna á austurgafli Skipalyftukants sem þurfti að losa. Áfallinn verkkostnaður þessa verkhluta er 106.263.402 krónur. Kostnaðaráætlun var 116.345.050 krónur og tilboð verktaka 98.645.800 kr. Ráðið samþykkir kostnaðaruppgjör […]

Nýtt skipurit Vestmannaeyjahafnar

Formaður framkvæmda og hafnarráðs lagði fram drög að nýju skipuriti Vestmannaeyjahafnar á fundi ráðsins þann 22. desember. Helsta breytingin er að til verður sérstakt stöðugildi hafnarstjóra. Ráðið samþykkir fyrirliggjandi skipurit. Ráðið er sammála um að nú jafnt sem áður er mikilvægt að halda niðri rekstrarkostnaði og leita mögulegra leiða til hagræðis. Uf-svið.pdf (meira…)

Ljósleiðari í dreifbýli boðinn út

Á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær lágu fyrir útboðsgögn vegna ljósleiðaralagna í dreifbýli í Vestmannaeyjum, en verkefnið er unnið í samræmi við verkefnið Ísland ljóstengt og hlaut til þess styrk frá fjarskiptasjóði. Ísland ljóstengt er tímabundið landsátak í þá veru og féllu alls 3.700 heimili undir verkefnið í upphafi. Gert er ráð fyrir að […]

Deilt um stöðu hafnarstjóra

Fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2021 eins og hún var afgreidd við fyrri umræðu í bæjarstjórn var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær. Rekstrartekjur eru áætlaðar 413 milljónir króna og rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði verði jákvæð um 23,8 milljónir króna. Ráðið samþykkti fyrirliggjandi fjáhagsáætlun fyrir árið 2021 og vísar henni til síðari umræðu í bæjarstjórn með […]

Leita nýrra tilboða í sorporkustöð

Mat á umhverfisáhrifum sorpbrennslu voru til umræðu á fundu framkvæmda og hafnarráðs í gær. Fyrir liggja athugasemdir vegna mats á umhverfisáhrifum sorporkustöðvar og tillögur að viðbrögðum vegna þeirra athugasemda sem bárust. Ráðið þakkaði kynninguna og felur framkvæmdastjóra að svara athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum. Jafnframt felur ráðið framkvæmdastjóra að leita nýrra tilboða í […]

Brinks lægstir í gatnagerð

Tvö verðtilboð bárust í gatnagerð í Áshamri skv samþykktu deiliskipulagi. Frá þessu var greint á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni. Það var Gröfuþjónusta Brinks sem átti lægsta tilboð uppá kr. 59.891.561. En HS vélaverk bauð einni kr. 73.252.290. Í útsendum gögnum var gert ráð fyrir að verkinu yrði skipt í verkþætti eftir framgangi nýbygginga […]

Minnismerkið um Þór fær nýjan stað

Fyrir lágu drög að gatnagerð í Botni Friðarhafnar á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær. Vegna fyrirhugaðra byggingarframkvæmda þarf að færa minnismerkið um Varðskipið Þór og hefur undirbúningur að því farið fram. Finna þarf minnismerkinu annan stað sem sómi er að. Ráðið felur starfsmönnum að færa minnismerkið, en samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir staðsetningu […]

Hliðarfærslur verða að lóðum

Breytingar á deiliskipulagi á Eiði voru meðal annars á dagskrá á fundi Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja. Fyrir liggur að mögulegt er að bæta við byggingarlóðum á Eiði með því að nýta það svæði sem verið hefur undir hliðarfærslur upptökumannvirkja. Til að slíkt sé gerlegt þarf að breyta deiliskipulagi á svæðinu. Ráðið samþykkir að fara fram […]