Aðventublað Fyrir Heimaey 2023

Aðventublað bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey er komið út. Í blaðinu er efni frá Páli Magnússyni og Írisi Róbertsdóttur. Hægt er að lesa blaðið hér. (meira…)

Fundur um göng til Eyja

Fyrir heimaey stendur fyrir opnum fundi um göng til Eyja klukkan 19:30 í kvöld í Líknarsalnum. Ingi Sigurðsson verður með erindi.  Allir velkomnir  kv. Stjórn Bæjarmálafélagsins fyrir Heimaey (meira…)

Framboðslisti Bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey samþykktur

Í kvöld var framboðslisti bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey, fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, samþykktur einróma á félagsfundi. Á listanum er öflugt fólk sem vill hag Vestmannaeyja sem bestan. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóraefni listans. Framboðslisti Fyrir Heimaey: 1. Páll Magnússon 2. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir 3. Íris Róbertsdóttir 4. Örn Friðriksson 5. Ellert Scheving Pálsson 6. Aníta Jóhannsdóttir 7. Arnar […]

Aðal- og félagsfundur Fyrir Heimaey

Aðalfundur Fyrir Heimaey Þriðjudaginn 5. apríl 2022, klukkan 17:00 í Líknarsalnum, Faxastíg 35 Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn Fyrir Heimaey Félagsfundur Fyrir Heimaey Þriðjudaginn 5. apríl 2022, klukkan 18:00 í Líknarsalnum, Faxastíg 35 Dagskrá: Tillaga að framboðslista félagsins til sveitarstjórnarkosninga sem fara fram laugardaginn 14. maí 2022 borin upp til samþykktar. Kjörnefnd Fyrir Heimaey (meira…)

Ekki náðist lágmarks þátttaka í prófkjör hjá H-listanum

Framboðsfrestur vegna prófkjörs hjá Bæjarmálafélaginu fyrir Heimaey rann út laugardaginn 19. febrúar síðastliðinn. Tíu formleg framboð bárust í sæti á listanum. Samkvæmt samþykktum um prófkjörið átti að kjósa um fjögur efstu sætin og lágmarksþátttaka var að 6 einstaklingar biðu sig fram í þau sæti. Það bárust 4 framboð í fjögur efstu sætin. Prófkjörið verður því […]

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir gefur kost á sér

Nú hefur bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey ákveðið að bjóða aftur fram lista fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í vor. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér aftur en prófkjör verður hjá félaginu þann 5. mars nk. Þau fjögur ár sem ég hef setið í bæjarstjórn hafa verið mjög ánægjuleg en jafnframt krefjandi. Ég hef meðal annars haft […]

Flokkur fólksins skoðar framboð

Bær Eldfell

Sveitastjórnarkosningar fara fram laugardaginn 14. maí næstkomandi nú þegar hafa þrír listar boðað framboð en það eru Eyjalistinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Fyrir Heimaey. Svo gæti farið að framboðum til bæjarstjórnar fjölgi því Flokkur fólksins hefur verið að skoða þann möguleika að bjóða fram í Vestmannaeyjum. Þetta staðfesti Georg Eiður Arnarson varaþingmaður flokksins í samtali við Eyjafréttir. […]

Íris gefur kost á sér

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Íris greindi frá þessu á facebook síðu sinni með eftirfarndi tilkynningu: “Bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey hefur ákveðið að bjóða aftur fram lista í bæjarstjórnarkosningunum í vor og verður prófkjör þann 5. mars. Í framhaldi af því hef ég […]

Fyrir Heimaey boðar prófkjör fyrir kosningar

Bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey hélt félagsfund í gær 19 janúar. Samþykkti fundurinn tillögu stjórnar um að bjóða fram lista í sveitarstjórnarkosningum í vor. Fundurinn samþykkti einnig að við val á frambjóðendum á listann yrði farið í prófkjör sem haldið verður 5 mars nk.   (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.